Þingmaður segir mál Óskars skýrt dæmi um spillingu

Björn Leví Gunnarsson þingmaður segist ekki betur sjá en að mál Óskars Steins Ómarssonar sem Samstöðin sagði frá fyrr í dag, sé dæmi um spillingu.

Sjá hér: https://samstodin.is/2024/07/gagnryndi-meirihlutann-og-missti-starfid/

Óskar hafði verið ráðinn í starf með ungmennum hjá Hafnarfjarðarbæ þegar hann setti fram gagnrýni á meirihlutann í grein á Vísi.

Þá hringdi skólastjóri í hann og sagði að ekkert yrði af ráðningu hans, hann stæðist ekki hæfniskröfur.

„Bara miðað við þær lýsingar sem koma hér fram, sem engin ástæða er til þess að efast um þá eru þetta ágætis útskýringar á því hvernig er farið með pólitískt vald á Íslandi,“ segir Björn Leví þingmaður og deilir frásögn Óskars á facebook.

Óskar spyr hvort búið sé að svipta starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar tjáningarfrelsinu. Að ef þeir gagnrýni ákvarðanir meirihluta framsóknar- og sjálfstæðismanna hverfi störf þeirra.

„Þetta er dæmi um spillingu – í skilningi þess að hér er verið að spilla/skemma skýrt og faglegt ferli með pólitískum afskiptum. Það er amk það sem ég les á milli línanna að hafi gerst þarna.,“ segir Björn Leví, þingmaður pírata.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí