„Það er búinn að vera langur aðdragandi að þessum fasisma og rasisma sem við sjáum þarna í Bretlandi.“
Þetta sagði Michael Clarke í viðtali við Rauða borðið sem sýnt verður í kvöld. Michael er af breskum uppruna en hefur verið búsettur hér á landi í áratugi. Michael uppþotin í Bretland um liðna helgi, raunar kynþáttaóeirðir, eiga sér rót í rasisma sem á sér langa sögu í Bretlandi. Þó megi segja að Brexit hafi ekki bætt úr skák.
Þetta hófst ekki um síðustu mánaðamót?
„Ó nei, það hefur alltaf verið rasískur undirtónn. Ekki voru pabbi og mamma laus við það. Þeim var ekki skemmt þegar fólk frá Trínidad og Jamaíka flutti inn hinum megin við okkur í raðhúsið. Þjóðfélagið var þannig lagað einangrað, það var lítið af innflytjendum.“
Hafði þér sýnst að gjáin væri að breikka í þessu kynþáttalega tilliti?
„Ég man eftir Enoch Powell, áður en ég kom til Íslands, með hræðilegar yfirlýsingar um litað fólk. En það sem hefur gerst núna er Brexit og þetta illmenn Nigel Farage, sem hefur ótrúlega fengið marga til kjósa sig og er búinn að æsa fólk upp í svona hræðilega breska heimsvaldastefnu.“
Viðtalið við Michael Clarke má hlusta og sjá við Rauða borðið í kvöld í heild sinni.