Orðið vandamál ef fólk er að gá að hlutum í meira en klukkutíma á dag

Kvíðameðferðarstöðin stendur þessa dagana fyrir átaki til að vekja fólk til meðvitundar um þráhyggjuáráttu, sem er betur þekkt í daglegu tali sem OCD. Við Rauða borðið í kvöld mun Sóley Dröfn Davíðsdóttir, yfirsálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, fræða okkur nánar um þá röskun.

„Það eru í raun tvenns konar einkenni sem fólk finnur fyrir. Annars vegar fara að sækja á fólk svona óboðnar hugsanir, hugsanir sem fólk vill alls ekki hafa, eitthvað sem gengur gegn gildum þess. Þannig að fólk fær hugsanir sem eru oft það versta sem maður getur hugsað sér. Við fáum öll svoleiðis hugsanir en sumir fara að hafa áhyggjur af þessum hugsunum og berjast gegn þeim. Þá verða þær enn þá áleitnari. Þá fer fólk oft í framhaldinu að reyna að gera eitthvað í málunum, eins og að sótthreinsa allt í kringum sig, þvo sér hendurnar, gá endalaust að einhverju,“ segir Sóley Dröfn.

Hún segir að birtingarmyndir þráhyggjuáráttu í raun nokkuð margar og misalvarlegar. „Algengasta formið er í raun og vera að vera alltaf að gá að einhverju, endalaust að tékka hvort maður hafi slökkt á eldavélinni. Til að það flokkist áráttu-þráhyggjuröskun þá þarf fara allavega klukkutími á dag í þetta. Að gá einu sinni, tvisvar, er ekkert mál en ef þetta er komið út í rugl þá er þetta orðið að þráhyggjuáráttu,“ segir Sóley Dröfn.

Sóley Dröfn mun fræða okkur nánar um þráhyggjuáráttu við Rauða borðið í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí