Fyrrum fréttastjóri í lið Borgarlínunnar

Starfsfólki Betri samgangna hefur verið fjölgað um sjö. Rakel Þorbergsdóttir, fyrrum fréttastjóri RÚV, er í hópnum, starfstitill hennar er samskiptastjóri.

Aðrir nýir starfsmenn eru: Atli Björn Levy forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu, Hallbjörn Reynir Hallbjörnsson sérfræðingur á verkefnastofu Borgarlínunnar, Katrín Halldórsdóttir forstöðumaður göngu- og hjólastíga, Sigurður Snædal Júlíusson verkefnastjóri innkaupa, Þóra Kjarval verkefnastjóri skipulagsmála og Þórey G. Guðmundsdóttir fjármálastjóri. Þá er Þorsteinn R. Hermannsson nú aðstoðarframkvæmdastjóri.

Starfsmenn Betri samgangna hafa verið þrír síðastliðin ár: Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri, Þorsteinn R. Hermannsson forstöðumaður þróunar og Þröstur Guðmundsson, forstöðumaður verkefna og áætlana.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí