Samfylkingin verði vinstramegin

Fyrir mörgum áratugum var ég við nám í Svíþjóð. Sósíaldemókratar réðu nánast öllu og byggðu upp traust velferðarkerfi. Þetta var á þeim tíma sem Tage Erlander var forsætisráðherra og arftaki hans Olof Palme var menntamálaráðherra. Til marks um það að sænsku kratarnir voru í grasrót stjórnmálanna má geta þess að Tage Erlander lifði fábrotnu lífi og bjó í blokk. Mér var hugsað til þessara ára þegar sósíaldemókratar voru ríkjandi flokkar í Svíþjóð, Noregi og Danmörku hér áður fyrr. En nú er öldin önnur því hægri bylgja hefur gengið yfir Evrópu allt frá tímum nýfrjálshyggjunnar á síðasta tug 20. aldar.

Þannig skrifar Hrafn Magnússon.

Og í ágætri grein Höllu Gunnarsdóttur í Morgunblaðinu segir hún m.a. frá því að Margrét Thatcher hafi verið spurð að því hver væri hennar mesti pólitískur sigur. Svar hennar var stutt og laggott: Tony Blair, sem varð forsætisráðherra Bretlands á eftir Thatcher. Tony Blair sem kom frá Verkamannaflokknum sveigði flokkinn til hægri, einkavæddi ýmis ríkisfyrirtæki og þjónustustofnanir ríkisins, bæði í skóla- og heilbrigðiskerfinu, svo og í samgöngum og rauf kerfisbundið tengsl flokksins við verkalýðshreyfinguna. Þessi stefna er kölluð Blarismi og um hana má lesa á netinu. Sósíaldemókratar í Skandinavíu hafa líka dalað verulega og færst til hægri. Á allt þetta vil ég minnast þegar Samfylkingin er nú í forsæti nýrrar stjórnar. Um leið og ég óska ríkisstjórninni farsældar í starfi er þó brýnt fyrir Samfylkinguna að flokkurinn verði í þessu samstarfi vinstra megin í pólitíkinni, því hægrisveifla sósíaldemókrata og hjá breska Verkamannaflokknum er víti til varnaðar. Ekki láta reka á reiðanum því þá fer illa.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí