Fær hrós úr ólíkum áttum vegna símabanns
Ásta Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra, uppsker að mestu jákvæð viðbrögð á eigin facebook-síðu vegna ákvörðunar um fyrirhugað símabann í grunnskólum landsins.
Ráðherrann deilir frétt Vísis um málið og segir: „Vonandi náum við að klára þetta fyrir vorið.“
Frumvarp er í smíðum um að bannið taki gildi næsta haust í öllum grunnskólum en nokkrir hafa áður tekið slíkt skref. Mikilvægt er að sögn Ástu Lóu að verja börn gegn til dæmis ágangi samfélagsmiðla á skóladögum.
Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrum þingkona Samfylkingarinnar segir að um frábært skref sé að ræða. Hægri maðurinn Björn Jón Bragason er sömu skoðunar og þingkona Framsóknarflokksins Halla Hrund Logadóttir segir: „Mjög gott mál!“
Ætti bannið því að renna í gegn samkvæmt þessum röddum stuðningsfólks úr ólíkum áttum og gæti notið stuðnings jafnt hjá meiri- og minnihluta þingsins.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward