Maðkur í mysunni á þorrablóti?

Biturð, undrun og reiði ríkir meðal sumra Sunnlendinga að sögn íbúa eftir að tvö þorrablót í héraðinu enduðu illa um liðna helgi. Ásakanir eru uppi um að fyrirtækið sem bauð upp á þorramatinn á báðum blótunum hefði mátt vita betur þegar seinna blótið fór fram um að maturinn kynni að vera skemmdur.

„Hann vissi af þessu þegar þetta er borið ofan í okk­ur og hann lét okk­ur ekki vita af því,“ hefur mbl.is eftir Freyju Mjöll Magnús­dótt­ur, sem situr í þorra­blóts­nefnd­inni í Þor­láks­höfn. Freyja lætur þessi orð falla um veit­inga­mann­inn Árna Bergþór Haf­dal Bjarna­son, sem sá um veit­ing­arn­ar á blót­inu.

Heimildamenn Samstöðvarinnar segja málið viðkvæmt og óskemmtilegt.

Um helgina sögðu fjölmiðlar frá því að tug­ir gesta hefðu veikst eft­ir þorra­blót í Gríms­nesi á föstu­dag. Daginn eftir, á þorrablóti í Þor­láks­höfn, endurtók sagan sig. Árni, eig­andi Veisluþjón­ustu Suður­lands, útvegaði  veit­ing­arn­ar á báðum blót­unum eftir því sem fram hefur komið en Árna og Freyju greinir á um hvort Árni hafi upplýst fyrir síðara blótið að maðkur kynni að vera í mysunni eða öllu heldur í matartrogunum.

Freyja telur grunsamlegt að í gær, sunnudag, hafi Árni haft samband til að kanna hvort allt væri í lagi. Freyja telur að honum hefði borið um leið og hann vissi af veikndunum eftir fyrra blótið að láta vita af grunsemdum. Hefði Árni með því getað komið í veg fyrir veikindi fjölmargra.

Einn viðmælandi sem ekki vill láta nafns síns getið segir að Veisluþjónusta Suðurlands hafi verið í erfiðri stöðu, kurl hafi ekki verið komin til grafar hvað varðar eitrunina þegar seinna blót helgarinnar var haldið í héraðinu.

Málið er á borði Heil­brigðis­eft­ir­lits Suður­lands. Þeir sem hafa veikst af matareitrun eftir þessi mannamót eru beðnir um að láta heilbrigðiseftirlitið vita.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí