Tekur lengri tíma að byggja upp en brjóta niður

Nýr meirihluti í borginni getur kannski ekki gert margt á þeim fimmtán mánuðum sem eru til kosninga, en flokkarnir björguðu okkur frá niðurbroti hægri flokkanna sem þeir voru með í bígerð. Það tekur nefnilega lengri tíma að byggja upp en brjóta niður, eins og við vitum og höfum slæma reynslu af. Það sem fyrri kynslóðir börðust fyrir áratugum saman má eyðileggja í sviphendingu. Þannig fór með Verkamannabústaðina, tekjujöfnun skattkerfisins, eign almennings á veiðiheimildum o.s.frv. Það má líka benda á skikkanleg kjör ræstingarfólks sem brotin voru niður af einskonar nútíma þrælahöldurum sem hið opinbera keppist um að gera samninga við. Framundan er tími til að skipuleggja næstu sveitarstjórnarkosningar, koma í veg fyrir að bandalag Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Viðreisnar og Framsóknar komist til valda með það markmið að brjóta enn frekar niður opinbera þjónustu og samstöðu í samfélaginu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí