Vanti 1200 milljarða inn í vegakerfið

Margt bendir til að stjórnmálamenn og almenningur í landinu séu nálægt því að vakna til meðvitundar um að þjóðvegakerfi landsmanna þarf á gríðarlegu viðhaldi og nýframkvæmdum að halda til að sómi verði að, jafnt í þæginda- sem og öryggislegu tilliti.

Skýrslur gefa til kynna að allt að 1200 milljarða vanti inn í vegakerfið eitt og sér.

Sumpart hefur metnaðarleysi verið við lýði, sem sætir furðu, þar sem Ísland hefur byggst hratt upp sem ferðamannaland. Fer nú margfaldur fjöldi ökutækja um vegina vegna stóraukinstúrisma, að ekki sé talað um þungaflutningana sem slíta klæðningum og malbiki af meiri þunga en dæmi eru um. Er þá ónefndur öryggisþátturinn og aukin slysahætta á vegum vegna langra og þungra ökutækja.

Í grein á Vísi í dag er rætt um malbiksblæðingar víða um land. Hættuástand hefur skapast þar sem viðhaldi er ábótavant. Segir í greininni að það sé eins og að stjórnmálamenn haldi að meðalvegur endist í 120 ár. Svo mikil sé innviðaskuldin. Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas og greinarhöfundur, segir árlega viðhaldsskuld á vegakerfinu nema tugum milljarða.

Þörf er á stórátaki í bættum samgöngum, meðal annars með fleiri jarðgöngum og öðru því sem gerir þjóð að þjóð.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí