“Ekki mannréttindi að vera ráðherra”

“Það eru ekki mannréttindi að vera ráðherra.”

Þetta sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í samtali við Björn Þorláks á Samstöðinni í þjóðmálaþættinum Synir Egils fyrr í dag, spurð um tilurð afsagnar Ástu Lóu Þórsdóttur

Öryggis- og varnarmál voru mest til umræðu en Björn spurði undir lok samtalsins hvort Kristrún hefði lagt þrýsting á Ástu Lóu Þórsdóttur um afsögn hennar sem barna- og menntamálaráðherra.

Þegar Kristrún svaraði ekki þeirri spurningu beint, benti Björn á að ef hún hefði ekki þrýst á Ástu Lóu væri henni í lófa lagið að neita því að hafa þrýst á Ástu Lóu, sem Kristrún neitaði ekki.

Kristrún benti þá á að ráðherradómur væri ekki mannréttindi. Hún hældi Ástu Lóu fyrir ákvörðun hennar að stíga frá borði sem ráðherra. Mörg dæmi væru um að ráðherrar hafi þurft að segja af sér þótt þeir hefðu ekkert gert af sér. Stundum kölluðu aðstæður, krafa um traust og mikilvægi góðra siða á afsagnir og Ásta Lóa hefði tekið rétta ákvörðun.

Sjá allt viðtalið hér: https://youtu.be/rXB2DyaFW44?si=Hu5SuaSH7x9YXOMK

Mynd af Kristrúnu: Pétur Fjeldsted.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí