Vilhjálmur boðar Kristrúnu á fund

Stjórn­sýslu- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is mun ræða við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á fundi nefndarinnar í lok mánaðar um misræmi í orðum Kristrúnar og Ólafar Björnsdóttur sem sendi inn erindi sem kostaði beint eða óbeint Ástu Lóu Þórsdóttur ráðherradóm.

Vil­hjálm­ur Árna­son, alþing­ismaður Sjálfstæðisflokks, er formaður nefnd­ar­inn­ar og hefur tekið ákvörðun um þennan fund. Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Þingmaður meirihlutans sem ekki vildi koma fram undir nafni í morgun þegar Samstöðin hafði samband, segir málið til marks um að stjórnarminnihlutinn beiti öllum brögðum „og margt af því er ömurlegt,“ segir þingmaður meirihlutans.

Krafa hefur verið á samfélagsmiðlum undanfarið um að nóg sé komið af opinberri umræðu um mál Ástu Lóu, enda sé hún mjög meiðandi fyrir þingkonuna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí