Örstutt síðan Guðmundur fékk orðið á Rúv

Aðeins eru um sex vikur liðnar síðan Guðmundur í Brimi var síðast til viðtals hjá Rúv.

Þetta upplýsir Heiðar Örn Sigfinnsson í svari við fyrirspurn Samstöðvarinnar. Hann segir að í hádegisfréttum RÚV þann 26. mars síðastliðinn hafi síðast verið rætt við Guðmund.

Af orðum Guðmundar á Bylgjunni í morgun mátti ráða að áratugir hefðu liðið síðan Ríkisútvarpið gaf honum síðast færi á viðtali.

Sakar Rúv um áratuga þöggunartilburði – Samstöðin

Mögulegt er að forstjórinn hafi verið að vísa til þess að hann hefði ekki um árabil fengið að tala frjálst í Ríkisútvarpinu, en dagskrárvaldið er fréttamanna í fréttum en ekki viðmælandans. Guðmundur gaf einnig í skyn að fréttamenn ríkisins væru með stefnu í sjávarútvegsmálum en Bylgjan væri frjáls fjölmiðlun. Framkvæmdastjóri SFS tók nýverið sæti í stjórn Sýnar sem á Bylgjuna.

Sjá síðasta viðtal Rúv við Guðmund hér: Hádegisfréttir – Spilari RÚV

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí