Framsókn þurrkast út í borginni

Byr Samfylkingarinnar heldur áfram og nær ekki bara til landsmálanna heldur einnig inn í borgarmálin. Með sama hætti eykst fylgiskrísa Framsóknarflokksins dag frá degi, innan Alþingis og utan.

Viðskiptablaðið í dag birtir niðurstöðu Gallup könnunar sem sýnir að meirihlutinn í borginni heldur velli. Munar þar mestu um að Samfylkingin bætir við sig tveimur fulltrúum, fengi sjö alls.

Sjálfstæðisflokkurin mælist stærstur en þó minni en í mars. Sósíalistar halda tveimur fulltrúum. Fjórir flokkar fá einn mann, framsókn þurrkast út.

Samstöðin ræðir við Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor emeritus við Rauða borðið í kvöld um kreppu Framsóklnarflokksins, stöðuna á Alþingi, stjórn og stjórnarandstöðu og hvers má vænta í pólitíkinni á næstunni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí