Ég er mjög mikil stuðningsmanneskja þess að við stöndum við bakið á þeim veikari byggðum

Lilja Rafney Magnúsdóttir mælti fyrir frumvarpi um strandveiðar. Fiskveiðiheimildir strandveiðiflotans verða auknar.

Bergþór Ólason Miðflokki steig í ræðustól Alþingis og sagði:

„Það eru nokkur atriði sem mig langar til að spyrja háttvirtan þingmann að. Í fyrsta lagi: Nú liggur fyrir að hér segir í frumvarpinu, og það er ekki brugðist neitt sérstaklega við því í nefndarálitinu, með leyfi forseta:

„Til að unnt sé að tryggja 48 veiðidaga kann að þurfa að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð.“

Mig langar til að spyrja háttvirtan þingmann um afstöðu til þessa atriðis, hvort það komi til greina á næsta strandveiðitímabili að mati hváttvirts þingmanns að lækka veiðimagn hvern dag úr 774 kílóum niður í eitthvað minna í ljósi þess að í frumvarpinu er það leitt út að það sem fer umfram útgefinn kvóta þessa árs verður dregið af strandveiðikvóta næstu þriggja ára og engin önnur leið teiknuð upp í frumvarpinu. Það skiptir máli hver afstaða virðulegs hv. meiri hluta atvinnuveganefndar er til þessa atriðis í ljósi þess sem stendur í frumvarpinu því að það er það sem við erum að fjalla um.“

Lilja Rafney svaraði:

„Ég sé það ekki fyrir mér og ég mun ekki styðja að það lækki. Ég tel að þetta sé mjög ásættanleg tala og það yrði mjög óhagkvæmt að fara að lækka það magn enda er það ekki í þessu frumvarpi. Ég tel að það muni ekki verða í því frumvarpi sem á eftir að útfæra og vinna, eins og háttvirtur þingmaður kom inn á.

Þetta frumvarp gengur vissulega út á það að endurgreiða þann hugsanlega viðbótarafla sem þarf að setja í kerfið núna til að tryggja þessa 48 daga og endurgreiða þá. Það hefur komið í ljós að í gegnum tíðina hefur oftar en ekki verið farið út fyrir ráðgjöf Hafró sem hefur síðan ekki þótt ástæða til að endurgreiða. En við leggjum fram þessa ábyrgu tillögu hér að það verði gert í ljósi þess að þetta kerfi verði endurskoðað með það að markmiði að tryggja afla í 48 daga.“

Ég er mjög mikil stuðningsmanneskja þess að við stöndum við bakið á þeim veikari byggðum sem eru með samninga um sérstakan byggðakvóta. Sérstakur byggðakvóti er auðvitað ekki hugsaður sem slíkur að eilífu heldur til að koma viðkomandi fyrirtækjum í öruggari höfn.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí