Ekki mínúta af ræðutíma í jaðarsettasta hópinn

Framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Grímur Atlason bendir á skekkju í forgangsröðun ræðumanna á Alþingi í pistli á vísi. Pistilinn ritar hann í kjölfar fréttar Samstöðvarinnar sem sagði frá slæmum aðbúnaði geðfatlaðra á vistheimilinu Bjargi. Grímur segir að Geðhjálparfólk hafi í mörg ár bent á eftirlitsleysi og úrræðaskort þegar kemur að einstaklingum í geðheilbrigðiskerfinu sem hann segir á meðal okkar allra jaðarsettasta fólks.

„Á Alþingi setja menn hvert Íslandsmetið í málþófi en það er ekki vegna daglegra mannréttindabrota og eftirlitsleysi gagnvart aðbúnaði íbúanna á Bjargi og meðferð á þeim eða öðrum skjólstæðingum geðheilbrigðiskerfisins. Það fór ekki mínúta af ræðutíma í þann hóp á nýliðnu þingi þrátt fyrir að tilefnið væri ærið,“ ritar Grímur sem kallar eftir aðgerðum en fyrir liggur samþykkt á þyngsályktun sem fjallaði um úttekt á málaflokkinum og kom í kjölfar alvarlegra ábendinga í tengslum við annað vistheimili, Arnarholt og geðdeildir Landspítalans.

Skipuð var nefnd sem gerði úttekt en síðan hafi ekkert til frekari aðgerða spurst.„Nefndin lagði til að rannsóknin færi fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gæfi rannsóknarnefndinni sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og væri í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir,“ segir Grímur og heldur áfram:

„Forsætisráðherra fól velferðarnefnd þá um sumarið að ljúka málinu og leggja fyrir þingið til samþykktar. Síðan eru liðnir 1.129 dagar og þetta mál hefur enn ekki fengið afgreiðslu úr velferðarnefnd. Landssamtökin Geðhjálp og Þroskahjálp hafa ítrekað sent inn fyrirspurnir á forsætisráðuneytið, velferðarnefnd og þingflokksformenn allra flokka þingsins til að reka á eftir málinu en ekkert hefur til rannsóknarnefndarinnar spurst.“

Samstöðin mun halda áfram að fylgja þessu máli eftir næstu daga. Þórhallur Guðmundsson, félagsráðgjafi og stjórnsýslufræðingur ræðir vöntun á eftirliti með einkaaðilum í opinbera kerfinu í fréttum í beinni útsendingu Samstöðvarinnar klukkan 19:30 hér rétt á eftir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí