„Sjálfstæðisflokkurinn stendur staðfastur í veiðigjaldamálinu“

Það þarf kjark til að standa með sannfæringu sinni.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur staðfastur í veiðigjaldamálinu vegna einskis annars en okkar sannfæringar.

Ég er ekki í pólitík til að segja fólki bara það sem það vill heyra. Ég er ekki í pólitík til að bogna undan árásum andstæðinga okkar. Ég er í pólitík til að standa vörð um grundvallaratriði. Ég er hér til að standa með því sem er rétt. Með fólkinu sem byggir þetta land upp með vinnu sinni.

Það er stundum látið í veðri vaka að við séum að verja fámennan hóp. En það er einfaldlega rangt. Við stöndum með fólkinu sem mætir til vinnu á hverjum degi. Með þeim sem halda atvinnulífinu gangandi. Með byggðunum um allt land þar sem fólk hefur byggt sér líf og framtíð.

Við höfum boðið málamiðlanir. Vegna þess að við trúum á samtal og lausnir sem byggja á fagmennsku og traustum forsendum.

Ríkisstjórnin hefur kosið að hlusta ekki á varnaðarorð þeirra sem þekkja málið best. Ábyrgðin á stöðunni sem nú er uppi liggur ekki hjá okkur. Hún liggur hjá þeim sem kjósa að loka eyrunum.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei elt vinsældir. Við látum ekki stjórnast af popúlískum vindum. Við höfum þá bjargföstu trú að öflugt atvinnulíf sé grunnstoð þeirrar velferðar sem við höfum byggt upp á Íslandi. Og það er skylda okkar að standa vörð um það.

Sagan mun sýna hverjir raunverulega stóðu með almenningi í þessu landi. Hverjir það voru sem stóðu vörð um störf, fjölbreytt atvinnulíf, nýsköpun og verðmætasköpun. Þar mun Sjálfstæðisflokkurinn standa réttu megin við línuna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí