Lögreglan réðist í vinnustaðaeftirlit á Hlemmi-mathöll í dag í aðgerð sem var beint sérstaklega gegn útlendingum. Sjónarvottar líkja aðförum lögreglu í dag við útlendingaeftirlitssveitir í Bandaríkjunum (e.) ICE. María Lilja ræddi við íslenska sjónarvotta auk starfsfólks sem var slegið. Einn starfsmaður á veitingastað sem vill ekki láta nafn síns getið og hefur búið á Íslandi í átján ár segist aldrei hafa upplifað annað eins, hann óttist um stöðu sína og fjölskyldunnar allrar.
Raðað upp eins og glæpamönnum
Lögregla krafðist kennitölu, skilríkja, bankaupplýsinga auk fleiri persónulegra upplýsinga um fólkið sem var að störfum á Hlemmi í dag með því að raða þeim upp skv. sjónarvottum, eftir uppruna og húðlit, og færa afsíðis eftir því hvort skilríki þeirra þóttu þóknanleg. Einn maður var handtekinn en sá er wolt sendill frá Venesúela. Aðspurð höfðu yfirmenn hjá Wolt ekki heyrt neitt af málinu.
Athygli vekur að enginn íslendingur á svæðinu hlaut sömu meðferð og þau sem „voru með brúna húð“.
Tónlistarmaðurinn Þórður Ingi vakti fyrst máls á aðgerðinni á facebook.

María Lilja ræddi við sjónarvotta og starfsfólk á staðnum. Meira um það í fréttum Samstöðvarinnar og Rauða borði kvöldsins.