„Ísland komið með eigið ICE“ Wolt sendill handtekinn í aðgerð beint gegn útlendingum

Lögreglan réðist í vinnustaðaeftirlit á Hlemmi-mathöll í dag í aðgerð sem var beint sérstaklega gegn útlendingum. Sjónarvottar líkja aðförum lögreglu í dag við útlendingaeftirlitssveitir í Bandaríkjunum (e.) ICE. María Lilja ræddi við íslenska sjónarvotta auk starfsfólks sem var slegið. Einn starfsmaður á veitingastað sem vill ekki láta nafn síns getið og hefur búið á Íslandi í átján ár segist aldrei hafa upplifað annað eins, hann óttist um stöðu sína og fjölskyldunnar allrar.

Raðað upp eins og glæpamönnum

Lögregla krafðist kennitölu, skilríkja, bankaupplýsinga auk fleiri persónulegra upplýsinga um fólkið sem var að störfum á Hlemmi í dag með því að raða þeim upp skv. sjónarvottum, eftir uppruna og húðlit, og færa afsíðis eftir því hvort skilríki þeirra þóttu þóknanleg. Einn maður var handtekinn en sá er wolt sendill frá Venesúela. Aðspurð höfðu yfirmenn hjá Wolt ekki heyrt neitt af málinu.

Athygli vekur að enginn íslendingur á svæðinu hlaut sömu meðferð og þau sem „voru með brúna húð“.

Tónlistarmaðurinn Þórður Ingi vakti fyrst máls á aðgerðinni á facebook.

María Lilja ræddi við sjónarvotta og starfsfólk á staðnum. Meira um það í fréttum Samstöðvarinnar og Rauða borði kvöldsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí