Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir að nokkuð sé liðið síðan byrjaði að halla alvarlega undan fæti í Bandaríkjunum í lýðræðislegu tilliti.
Umræða um staðreyndir hafi smám saman vikið fyrir umræðu um gildi, sem sé mjög varasamt ástand.
Ólafur segir að sumir hafi jafnvel vonað að herinn gæti bylt Trump, sem tekur nú hvert gerræðislega skrefið á fætur öðru sem aldrei fyrr. Mögulega sé Trump þó þessa dagana að gera breytingar innan hersins sem minnki líkur á aðhaldi úr þeirri átt.
Gunnar Smári Egilsson hyggst vikulega ræða ástandið í Bandaríkjunum á Samstöðinni við Rauða borðið.
Í fyrsta þættinum, sem hægt er að sjá hér að neðan, er fyrsti Trumptíminn, samræða við Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúa, Þorstein Þorgeirsson hagfræðing og Ólaf Þ. Harðarson.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.