Harpa Henrysdóttir, móðir í Reykjavík, og Hjörtur, 17 ára gamall sonur hennar, sögðu á Samstöðinni í gær áhrifamikla sögu af baráttu sonarins við vanlíðan, fíkn, sjálfskaða og meðferð utan landsteinanna.
Hjörtur var aðeins 13 ára gamall þegar hann leitaði sér hjálpar í Hollandi, líf hans stóð þá tæpt. Hann er fyrsta barnið sem fær greitt frá Sjúkratryggingum fyrir meðferð við geðsjúkdómi utan landsteinanna. Tilviljun réði því að kostnaður á annan tug milljóna lenti ekki á foreldrum Hjartar. Móðir hans seldi hús sitt vegna meðferðarkostnaðar.
Hjörtur er orðinn edrú og það skiptir mestu máli. Hann stundar vinnu og nám og þakkar það í samtali við Björn Þorláksson meðferðinni í Hollandi og öflugu jafningjastarfi hér innanlands.
Mörgum spurningum er þó ósvarað um kerfið sem við búum við, en fjöldi ungs fólks lætur lífið vegna geðrænna vandamála. Meðal annars vegna langra biðlista og fálætis gagnvart málaflokknum.
Sjá viðtalið allt hér að ofan með því að smella á myndina.