Jeremy Corbyn, fyrrum formaður breska Verkamannaflokksins, heldur fyrirlestur í Landsbókasafninu næsta laugardag í fundarröð sem Ögmundur Jónasson hefur staðið fyrir. Í erindi sínu mun Corbyn svara hvers vegna þörf er á sósíalisma. Fyrirlesturinn verður klukkan tólf á hádegi.
Kosning Corbyn sem formanns Verkamannaflokksins 2015 var mikil tíðindi. Coerbyn er úr róttækari hluta flokksins, og kosning hans sýndi mikinn vilja almennra flokksmanna til að snúa flokknum frá nýfrjálshyggjuarfleið Tony Blair. Corbyn náði góðum árangri í kosningunum 2017 en síðri seint á árinu 2019, og sagði af sér. Þá var Keir Starmer kjörinn formaður og hóf hann strax hreinsanir innan flokksins, rak Corbyn meðal annars úr þingflokknum og þröngvaði öðru róttæku fólki úr flokknum. Og endurreisti nýfrjálshyggjuna að nýju.
Lítið var fjallað um þessari hreinsanir í breskum fjölmiðlum og ræddi Kristinn Hrafnsson þá staðreynd m.a. í Helgi-spjalli við Rauða borðið um helgina. En Al Jazeera gerði þeim ágæt skil í heimildarmyndaflokki, hér er fyrsti hluti en finna má aðra í framhaldinu:
Corbyn mun ólíklega fara yfir þessi mál í Landsbókasafninu heldur fjalla um stöðu sósíalismans í dag, hverjar eru baráttuaðferðirnar og -tækin og hver andstæðingurinn er.
Hér má sjá nýlegt viðtal við Corbyn. Það kemur frá lítilli fréttaveitu sem sérhæfir sig í fréttum frá Miðausturlöndum. Þarna ræðir Corbyn um stöðu róttækra sósíalista í veröld nýfrjálshyggju og krata.