Magnea stingur upp á að fagna árlegum Heiðrum-minnihlutahópa-degi þegar íbúar landsins verða 400.000

Árið 2008, fyrir tæpum fimmtán árum síðan, birti Vísir frétt undir fyrirsögninni „Íslendingar yfir 400.000 talsins árið 2050.“ Þar var greint frá samhljóðandi, nýbirtri mannfjöldaspá í ritröð Hagtíðinda. Við upphaf ársins 2008 töldust íbúar landsins rétt rúm 313 þúsund.

Íbúum hefur í reynd fjölgað umtalsvert hraðar en spáð var þá og töldust 394.200 um mitt árið 2023, samkvæmt Hagstofunni. Hafði þá íbúum fjölgað um 3.370 milli ársfjórðunga. Allt kom þetta Seðlabankastjóra í opna skjöldu, eins og fréttist.

Fæddir á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru 1.110. 580 manns létust. Meira munaði þó fólksfjöldann um flutninga til og frá landinu: 4.410 fluttu til landsins en 1.610 frá því, samkvæmt opinberum gögnum. Þegar þessar hreyfingar eru taldar saman stendur eftir nettó-fjölgun upp á fyrrnefndar 3.370 manneskjur, á þremur mánuðum. Með sama áframhaldi stefnir hraðbyri í að íbúar landsins verði 400 þúsund og ekki ólíklegt að það gerist fyrir áramót eða 27 árum fyrr en spáð var árið 2008.

Af þessu tilefni stingur Magnea Björk Valdimarsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, upp á því á Facebook, að „á þeim merka degi“ þegar íbúafjöldi landsins nær 400 þúsundum, „verði hér eftir árlega haldinn Heiðrum-minnihlutahópa-dagurinn.“ Magnea segir: „Við gætum sem dæmi heiðrað manneskjur sem eru trans, flóttamanneskjur og manneskjur af erlendum uppruna sem vinna (þræla) þjónustustörf. Gætum bakað risaköku líkt og á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar og gefið þeim sem minna mega sín og eiga undir högg að sækja orðið og fókusinn.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí