Hægriöfl á Spáni mótmæla sakaruppgjöf katalónskra sjálfstæðissinna

Á þriðjudagskvöld kom til átaka milli öfga-hægrihreyfinga og lögreglu í Madrid á Spáni, þriðja kvöldið í röð. Öll kvöldin komu nokkur þúsund manns úr röðum hægrihreyfinganna saman við höfuðstöðvar Sósíalistaflokksins til mótmæla gegn áformum stjórnvalda um að veita katalónskum sjálfstæðissinnum sakaruppgjöf vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sjálfstæði svæðisins sem haldin var fyrir sex árum síðan.

Sánchez forsætisráðherra á í viðræðum við flokka katalónskra aðskilnaðarsinna um stuðning þeirra við stjórnarmyndun. Flokkarnir tveir hafa á móti krafist sakaruppgjafar fyrir fjölda fólks sem flúði Spán eftir tilraunina til sjálfstæðisyfirlýsingar Katalóníu árið 2017. Hægriöfl á Spáni saka Sánchez um að láta undan lögbrjótum með þeim viðræðum.

Mótmælendurnir hrópa svívirðingar í garð Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra og leiðtoga sósíalista. Einhverjir í hópi mótmælenda hafa vísað til sjálfra sín sem „nasista“ í slagorðum, að sögn ABC News. Á mánudagskvöld lögðust mótmælendurnir á girðingar sem óeirðalögregla hafði sett upp á svæðinu, og var þá svarað með kylfuhöggum og gúmmíkúlum frá lögreglu. Þrír voru þá handteknir.

Fulltrúar öfgahægriflokksins Vox hafa lýst yfir stuðningi við mótmælin, með hefðbundnum fyrirvara um að styðja ekki ofbeldi einstakra mótmælenda.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí