Vill Járnsmiðinn í stað styttunnar af séra Friðrik

„Nú þegar ákveðið hefur verið í borgarráði að stytta séra Friðriks Friðrikssonar verði látin víkja úr Lækjargötu legg ég til að styttan Járnsmiðurinn eftir Ásmund Sveinsson komi þar í staðinn. Hún er nú í litlum garði við Snorrabraut neðan Þorfinnsgötu þar sem fáir taka eftir henni eða njóta hennar.“

Þetta skrifar Guðjón Friðriksson sagnfræðingur á Facebook en líkt og hann vísar til þá er ekki enn búið að að ákveða hvaða stytta ætti að koma í stað styttunnar af séra Friðrik. Likt og fyrr segir þá leggur Guðjón til að Járnsmiðurinn komi í staðinn.

„Þegar Iðnskólinn í Reykjavík varð 50 ára árið 1954 gáfu nokkrir einstaklingar skólanum þessa styttu í tilefni af afmælinu. Meðal þeirra voru Sveinn Guðmundsson í Héðni, Ragnar í Smára, Tómas Guðmundsson skáld, Axel Kristjánsson í Rafha, Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt og Kristín Andrésdóttir í Verkakvennafélaginu Framsókn. Styttan var svo tákn iðnsýningarinnar sama ár,“ segir Guðjón og bætir við:

„Af einhverjum ástæðum fékk hún ekki að vera við hinn nýbyggða iðnskóla í Skólavörðuholti áfram. Vel færi á að hafa hana í Lækjargötu. Þar var gamli iðnskólinn (húsið stendur enn) og þess má geta að einn af þekktustu jársmiðum bæjarins, Þorsteinn Tómasson var með járnsmiðju sína í Lækjargötu 10.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí