Breskir hermenn til rannsóknar vegna stríðsglæpa í Sýrlandi

Fimm hermenn sæta nú rannsókn innan breska hersins vegna ásakana um að hafa ráðið meintum vígamanni bana í Sýrlandi fyrir tveimur árum. Er hermennirnar sakaðir um að hafa beitt óhóflegum agerðum sem urðu manninum að aldurtila. 

Hermennirnir sem um ræðir eru í sérsveit breska hersins, SAS, sem sinnir leynilegum aðgerðum í Sýrlandi sem og annars staðar í heiminum. Eru hermennirnir sakaðir um að hafa skotið hinn meinta vígamann til bana þegar vel hefði verið hægt að taka hann höndum, að því er breska dagblaðið Daily Mail greinir frá. Sjálfsmorðs sprengjuvesti fannst nálægt líki mannsins en hann bar það ekki þegar honum var ráðinn bani. Hermennirnir sem um ræðir neita ásökununum og halda því fram að raunverleg ógn hafi staðið af manninum. 

Eftir því sem Daily Mail greinir frá hefur herlögreglan breska rannsakað málið og þegar vísað því til saksóknara innan hersins. Kjósi saksóknari að sækja málið mun verða réttað yfir hermönnunum fyrir herrétti í Bretlandi. 

Breskar hersveitir hafa beitt sér í borgarastríðinu í Sýrlandi frá árinu 2014, sem hluti af sameiginlegum herafla Bandaríkjanna og NATO ríkja í landinu, með það að markmiði að sigrast á hryðjuverkasamtökum Íslamska ríkisins í Sýrlandi og í Írak. SAS hefur staðið fyrir leynilegum aðgerðum í Sýrlandi árum saman og meðal annars stutt við Sýrlenska frelsisherinn, hersveitir Kúrda, sem hafa norðausturhluta Sýrlands að mestu á valdi sínu. Sýrlenski frelsishreinn hefur leikið lykilhlutverk í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí