Jarðgöng grafin á ný og Sundabraut í forgangi
Valkyrjustjórnin hittist í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum í morgun. Nýja ríkisstjórnin mun funda í allan dag.
Vísir náði tali af Eyjólfi Ármannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Hefur fréttavefurinn eftir ráðherranum að Sundabraut sé forgangsmál og verði fjármögnuð með veggjöldum.
Algjör kyrrstaða hefur einkennt síðastliðin misseri er kemur að samgönguumbótum.
Hefur fyrrverandi þingminnihluti Alþingis haft mörg orð uppi um að allar jarðgangaframkvæmdir hafi legið niðri um langt skeið.
Eyjólfur segir mesta þörf fyrir jarðgangaframkvæmdir á Vestfjörðum, Austfjörðum og Tröllaskaga.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward