Þingmaður telur botnlaust bruðl kalla á afsögn

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, tekur undir gagnrýni og kröfu um að ríkislögreglustjóri segi af sér.

Þetta kom fram í sjónvarpsþættinum Synir Egils á Samstöðinni í dag undir stjórn Sigurjóns Magnúss Egilssonar.

Ragnar kallaði fégreiðslur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra, sem hafa verið í fréttum „þetta botnlausa bruðl“. Hann segist telja að Sigríði sé ekki sætt áfram í þessu embætti. Það geri illt verra að 160 milljóna króna greiðslurnar til stjórnunarráðgjafans Þórunnar Óðinsdóttur upplýsist nú á sama tíma og uppsagnir reyndra starfsmanna innan lögreglu eigi sér stað.

Formaður Landssambands lögreglumanna hefur nefnt opinberlega að lögga sem fari útkall vegna morðs um miðja nótt fái um 6.000 krónur á tímann – eða um sex sinnum lægri fjárhæð en Þórunn rukkaði embætti ríkislögreglustjóra fyrir – til að snatta í kringum píluspjald og fleira.

Umræðan um ríkislögreglustjóra, hægagang og sukk í kerfinu sem ekkert breytist frá tíma til tíma er í upphafi þáttarins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí