Dirty-floting (handstýrð) gengisstefna ríkisstjórnar og Seðlabanka

Skoðun Kári Jónsson 27. jan 2024

Tilefni þessara greinar er þögn hagfræðinga/verkalýðshreyfingar/stjórnmálafólks og flestra fjölmiðla um gengisstefnu stjórnvalda, sem hefur haft gríðarleg áhrif á lífskjör almennings (minni kaupmáttur launa) vegna handstýringar (dirty-floting) á gengisskráningu krónu frá 2012 til dagsins í dag.

Eftir 1990 var tekin upp flot-gengisstefna sem jafnar út hagsveiflu í hagkerfum, þegar vel gengur hjá útflutningsatvinnugreinum þá streymir gjaldeyrir inn í hagkerfið og gengi krónu hækkar og kaupmáttur launafólks eykst, þegar illa gengur hjá sömu atvinnugreinum minnkar innstreymi gjaldeyris og kaupmáttur launa minnkar.

Flotgengisstefnan gekk vel og kaupmáttur landsmanna styrktist í samræmi við góða stöðu helstu útflutningsatvinnugreina (sjávarútvegur/stóriðja).

Í aðdraganda HRUNSINS 2008 gaf gengi krónu eftir og féll síðan um 50% í sept/okt 2008.
Seðlabankinn átti engan gjaldeyrisforða til að verjast þessu mikla gengisfalli krónu á þessum tímapunkti, enda SÍ-bankinn búinn að taka yfir alla bankanna.

Ríkisstjórn xD og xS féll 2009 og við tók margumtöluð ríkisstjórn xS og xV eftir kosningar.
Þegar mesti brimskaflinn var afstaðinn 2012 var einboðið að viðhalda flotgengisstefnu í stað þess að virkja dirty-floting (HANDSTÝRINGU) og hefja uppkaup á gjaldeyri undir því yfir skyni að styrkja nýja vaxandi atvinnugrein (ferðaþjónustu) á kostnað almennings, þegar hér er komið við sögu er verðbólga 3% og allir kjarasamningar hefðu skilað meiri kaupmætti til launafólks með flotgengi vegna mikils innstreymi af gjaldeyri frá sjávarútvegi/stóriðju og vaxandi ferðaþjónustu.

2015-16 var þjóðin komin á lygnan sjó að mestu leyti, 2017 var búið að kaupa upp gjaldeyri fyrir 700-milljarða til að viðhalda lágu gengi krónu, gjaldeyrisforðinn stendur í 780-milljörðum í dag.
Hér er rétt að staldra við og minna á uppskrift alþjóðagjaldeyrissjóðinns um hvernig gjaldeyrisforði er búinn til, það er gert með sölu ríkiseigna og arði af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar.
Seðlabankinn og ríkisstjórn hefur aldrei verið krafin skýringa um hvernig 780-milljarða gjaldeyrisforði er tilkominn og hvar er hann geymdur.

Öllum má vera ljóst að þegar 780-milljarða vantar í hagkerfið okkar bitnar það á uppbyggingu grunnstoða/innviða og kaupmætti almennings með skelfilegum áhrifum á lífskjör líkt og veruleikinn sýnir okkur.

Dirty-floting gengisstefna þjónkar fyrst og síðast útflutningsatvinnugreinum á kostnað almennings, þegar engar mótvægisaðgerðir fyrir almenning eru til staðar t.d. gengishagnaðarskattur eða hvalrekaskattur á útflutningsatvinnugreinarnar sem hagnast gríðarlega á falskri gengisskráningu.

Seðlabankinn og ríkisstjórnin eru ennþá að kaupa upp gjaldeyri til að viðhalda lágu gengi á krónu, sem er í dag 147 á móti 1evru, síðastliðin 6ár hefur gengi krónu lækkað um 25% í miðjum kjarasamningum fyrir ári síðan lækkað gengið um 9% m.ö.o. var blekið ekki þornað á SGS-samningnum þegar ríkisstjórn og Seðlabankinn voru búin að hirða launahækkunina af launafólki, formaður SGS viðurkenndi það svo í janúar 2023 að mistök hefðu verið gerð.

Ég ætlast til þess að hagfræðingar/verkalýðshreyfingin/stjórnmálafólk/seðlabankastjóri skýri á mannamáli hvernig gjaldeyrisforðinn var tekinn út úr hagkerfinu.

Hvers vegna almenningur er skilin eftir með HRUN-gengi án mótvægisaðgerða.

Hér gegna fjölmiðlar gríðarlega mikilvægu hlutverki fyrir almenning.

Minni á að hagkerfið í dag er umtalsvert stærra en það var fyrir HRUNIÐ 2008 á allar mælistikur, þar munar mest um ferðaþjónustuna sem skilar meiru í hagkerfið en sjávarútvegurinn, hagvöxtur hefur verið 4-7% á hverju ári í áratug, það er jákvæður viðskiptajöfnuður (60-milljarðar) í árslok 2023, í þessum veruleika ætti gengi krónu að vera umtalsvert hærra og engin að líða skort.

Gengisskráning krónunnar er falsað með dirty-floting gengisstefnu og hingað til hafa bæði ríkisstjórn og Seðlabanki fengið frítt spil til að gjaldfella þjóðina.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu.

Skrá mig arrow_forward
Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí