Aðskilnaðarstefna Ísraelsmanna er á allra vitorði[i]. Ísraelsk yfirvöld beitia lögum, starfsháttum og skipulögðu ofbeldi til að koma á og viðhalda yfirdrottnun eins hóps umfram annan. Með aðskilnaðarstefnu hyglir ísraelska ríkið sumum með ríkisstuðningi en mismunar öðrum. Slíkur ríkisstuðningur er brot á fríverslunarsamningi EFTA við Ísrael.[ii] Nokkrar greinar samningsins gera ráð fyrir að einstaka ríki geti gripið til öryggisráðstafana eins og segir í 6. mgr. 23. greinar samningsins:
Þegar óvenjulegar aðstæður kalla á tafarlausar aðgerðir og útiloka að þær verði kannaðar fyrir fram getur viðkomandi aðili, í tilvikum sem um ræðir í 18., 19., 20., 21. og 22. gr., gripið strax til varrúðarráðstafana sem brýn þörf er á til að ráða bót á ástandinu. Tilkynna ber sameiginlegu nefndinni um ráðstafanirnar án tafar og efna til samráðs milli aðilanna sem í hlut eiga innan sameiginlegu nefndarinnar.
Gyðinglegt yfirdrottnunarvald
Nei við aðskilnaðarstefnu Ísraels, er niðurstaða Btselem sem eru ísraelsk mannréttindasamtök sem tala um að lifa undir járnhæli:
Það eru ýmsar pólitískar leiðir til réttlátrar framtíðar hér, milli Jórdanfljóts og Miðjarðarhafsins, en öll verðum við fyrst að segja: Nei við aðskilnaðarstefnu. [iii] Btselem segja ísraelsk yfirvöld beita mismunun á marga vegu til að koma á gyðinglegu yfirdrottnunarvaldi:
Mismunun í eignarrétti sérstaklega á landeignum;
Mismunun á ríkisborgararétti og innflytjendastefnu;
Mismunun í ferðafrelsi;
Mismunun við þáttöku í stjórnmálum.[iv]
Btselem segir einnig:
Yfirvöld sem beitia lögum, starfsháttum og skipulögðu ofbeldi til að koma á og viðhalda yfirdrottnun eins hóps umfram annan eru yfirvöld með aðskilnaðarstefnu. [v]
Norman Finkelstein, sem er fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði, og einnig gyðingur, setur afstöðu sína fram á einfaldan hátt:
Viljiði gyðinglegt ríki?
Fínt!
Fáið ykkur gyðinglegt ríki!
En þið getið ekki fengið gyðinglegt yfirdrottnunarríki.
Nú verðið þið sjálf að finna út hvernig á að samræma það, en yfirdrottnunin verður að víkja. [vi]
Skipulagt ofbeldi
Til að skilja umfang og skipulag þess gríðarlega ofbeldis sem fer fram í Ísrael þessi dægrin, þarf að hlusta á það sem Ísraelsmenn segja sjálfir:
„Þetta snýst ekki lengur um að varpa sprengjum með mikilli nákvæmni né um hernaðarmannvirki“, sagði foringi í ísraelska hernum um stríðið á Gaza þann 9. október 2023. „Þetta þýðir að við munum einnig eyða borgaralegum innviðum. Íbúðarblokkir verða felldar.“
„áherzlan er á eyðileggingu en ekki á nákvæmni“ sagði Daniel Hagari talsmaður IDF þann 10. október 2023.
„Gaza verður að lokum breytt í tjaldborg. Þar verða engar byggingar.“ sagði foringi í ísraelska hernum þann 10. október 2023
Giora Eiland , þáverandi ráðgjafi Gallant varnarmálaráðherra, fyrrverandi yfirmaður þjóðaröryggisráðsins og fyrrverandi yfirmaður aðgerða ísraelshers sagði þann 11. október 2023:
„Ísrael á engan annan kost en að gera Gaza að stað, sem er tímabundið eða varanlega, í eyði“.
Og tveimur dögum seinna sagði hann:
„Ísrael þarf að skapa hættuástand fyrir íbúa Gaza, sem neyðir tugi þúsunda eða jafnvel hundruði þúsunda [manns] til að leita hælis í Egyptalandi eða Persaflóanum […] allir íbúar Gaza mun annaðhvort flytja til Egyptalands eða til Persaflóans.“
„það eru engir íbúar í Gaza sem ekki eiga hlut að máli“ sagði Amichai Eliyahu ráðherra ísraelsku ríkisstjórnarinnar þann 5. nóvember. Aðspurður um hvort varpa ætti kjarnorkusprengju á Gaza, varaði hann „Það er ein leið [að markmiðinu]“.
„Hér segi ég við borgara Líbanons, ég sé nú þegar borgara Gaza ganga með hvítar veifur eftir ströndinni á leið suður … ef þeir [Hezbollah] gerir svona mistök, þá munu borgarar Líbanon verða fyrstir til að gjalda fyrir það. Það sem við gerum núna í Gaza, kynnum við að gera í Beirút.“ sagði Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels þann 11. nóvember 2023.
„Hertaka [Gaza svæðisins] er nauðsynleg. Hvert skipti sem óvinir okkar tapa landssvæði, þá töpuðu þeir stríðinu. Við þurfum að hafa algera yfirburði – það mun hræða óvini okkar, senda skýr skilaboð um sigur og gera innbyggjum [ísraelsks bæjar nærri Gaza] að snúa aftur til síns heima. Ég óttast ekki landtöku í Gush Katif [innan Gaza svæðisins]“ sagði Itamar Ben-Gvir Þjóðaröryggisráðherra Ísraels þann 12. nóvember 2023.
Þarna birtist mynstur viljandi eyðileggingar og fjöldamorða saklauss fólks sem ráðamenn Ísraels telja öll eiga hlut að máli hvað Hamas varðar. Þau sem lifa af þessar hörmungar, vill Ísraelsstjórn reka til Egyptalands eða Persaflóans. Fjöldi greina og viðtala við ráðamenn Ísraels staðfestir þessa fyrirætlun um hörmungar fyrir saklaust fólk á Gaza. Þær tilvitnanir sem eru hér að ofan eru bara pínulítið sýnishorn.
Dag hvern sést þessi fyrirætlun í skipulegri framkvæmd. Skipuleg brot á alþjóðasáttmálum um meðferð flóttamanna, brot á alþjóðasamningum um meðferð óbreyttra borgara, brot á alþjóðasáttmálum um mannúðaraðstoð og aðstoð Sameinuðu Þjóðanna. Skipuleg dráp á fulltrúum alþjóðastofnana, blaðamönnum og síðast en ekki síst smábörnum.
Með aðgerðum sínum hafa ráðamenn Ísraels, gert að engu virðinguna fyrir mennskunni á alþjóðavettvangi. Ef mannkynið ber einhverja virðingu fyrir mennskunni, þá á að bregðast við af festu og ákveðni, með því að gera Ísraelsríki ljóst að það hefur forsmáð mennskuna og getur ekki lengur átt sæti meðal siðaðra þjóða.
Ólögleg Ríkisaðstoð
Ísland þarf að búa við alvarlegar afleiðingar Zíonismans í formi samfélagslegra átaka um þann flóttamannastraum sem Zíonisminn hefur komið af stað. Af þeirri ástæðu einni, þarf að grípa til öryggisráðstafana fríverslunarsamningsins. Samningurinn bannar með öllu, veitingu ríkisfjármuna til að raska samkeppni, en aðskilnaðarstefna ísraelsstjórnar, veitir gríðarlegum fjármunum, með fjárhagsaðstoð bandaríkjanna, einmitt til að halda uppi aðskilnaðarstefnu. 18. grein samningsins bannar einmitt slíka aðstoð:
Sérhver aðstoð, sem aðili veitir eða felst með einhverju móti í ráðstöfun ríkisfjármuna og raskar eða gæti raskað samkeppni með því að veita einstökum fyrirtækjum, einstakri framleiðslugrein eða framleiðslu tiltekinna vara forréttindi, samrýmist ekki réttri framkvæmd samningsins að því leyti sem hún hefur áhrif á viðskipti milli EFTA-ríkis og Ísraels.
100% Tollar á Apartheid Undirboð
Í áðurnefndum fríverslunarsamningi er gert ráð fyrir að samningsaðili, í þessu tilfelli Ísland, geti gripið til viðeigandi gagnráðstanfana gegn undirboðum í viðskiptum, sem í 19. grein samningsins kallast Undirboðstollar.
Slíkir tollar gætu verið 100% ofan á bæði innfluttar vörur og þjónustur frá Ísrael. Einnig heimila 20. og 21. greinar samningsins beitingu útflutningstolla á vörur og þjónustu til Ísraels.
Gögn Hagstofunnar
Þjónustuviðskipti við Ísrael eftir völdum þjónustuflokkum 2022 | ||
Milljónir íslenskra króna | ||
2022 | ||
Útflutningur | Innflutningur | |
Heildarþjónusta | 5551,8 | 371,8 |
3. Samgöngur og flutningar | 860,7 | 47,8 |
3.1. Sjóflutningar | 0,3 | 0,1 |
3.2. Flugsamgöngur | 858,0 | 47,6 |
3.3. Aðrar samgöngur | 0,0 | 0,1 |
3.4. Póst- og hraðboðaþjónusta | 2,3 | 0,0 |
4. Ferðalög | 3823,0 | 99,9 |
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. | 0,8 | 0,1 |
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta | 24,7 | 150,0 |
9.1. Fjarskiptaþjónusta | 0,0 | 0,6 |
9.2. Tölvuþjónusta | 17,9 | 146,0 |
9.3. Upplýsingaþjónusta | 6,8 | 3,5 |
10. Önnur viðskiptaþjónusta | 824,5 | 39,9 |
10.1. Rannsókna- og þróunarþjónusta | 820,1 | 2,8 |
10.2. Sérfræði-, stjórnunar- og ráðgjafaþjónusta | 1,2 | 11,7 |
10.3. Tækniþjónusta og önnur viðskiptaþjónusta | 3,3 | 25,4 |
11. Menningar, afþreyingar og persónuleg þjónusta | 1,0 | 0,9 |
12. Opinber þjónusta ót.a. | 0,0 | 0,0 |
Samtals: | 4705,7 | 297,5 |
Vöruútflutningur til Ísraels frá Íslandi nemur að meðaltali um 26 milljónum króna á mánuði, skv. Hagstofu íslands. Vöruinnflutningur frá Ísrael hefur ekki verið kannaður þegar þetta er skrifað.
Skattstofn aðskilnaðarstefnu er samkvæmt þessu, tæpir 5 milljarðar króna fyrir árið 2022. Ætla má að verulegur hluti, ef ekki mestur hluti, þeirrar upphæðar séu tekjur af flugi með vopn frá Bandaríkjunum til Ísraels með viðkomu á Keflavíkurflugvelli. Vopnin eru síðan hluti af því skipulega ofbeldi ísraelskra yfirvalda sem stekkur fólki á flótta, með alvarlegum afleiðingum sem ná til allrar Evrópu og einnig íslands. Þannig má ætla að fríverslunarsamningnum sé beitt sem vopni gegn öryggishagsmunum íslendinga.
Flóttamannastraumur
Aðskilnaðarstefnan felur í sér ekki bara kynþáttahyggju heldur líka yfirdrottnunarhyggju. Sérhverja gagnrýni telur zíonisminn vera gyðingahatur, og vísar í gasklefana í Buchenwald, krystalnóttina og gettóin. Zíonisminn sér ekki gettóin sem hann hefur sjálfur búið til, m.a. á Gaza, hann sér ekki sína eigin krystalnótt, þar sem Zíonistar fara í palestínsk hús og brjóta rúður og merkja hurðir húsa og íbúða sem palestínumenn eiga til þess síðan að brjótast inn og gera fjölskylduna heimilislausa og breyta þeim í flóttamenn. Krystalnótt palestínumanna er vel skjalfest í myndskeiðum á samfélagsmiðlum.
Ófriðurinn fyrir botni miðjarðarhafs er til kominn vegna þessa Zíonisma, þessa rasisma og yfirdrottnunarhyggju og hefur breitt úr sér til nálægra ríkja. Ísrael hefur innlimað hluta af Egyptalandi, Sýrlandi og hefur kjarnavopn í vopnabúri sínu. Öfga-hægri öflum víða um heim hefur tekist að hagnýta sér flóttamannastraumurinn frá þessum löndum út um allan heim, sem hefur haft þær afleiðingar að styrkja öfga-hægri flokka í sessi og breyta þannig stjórnmálum í Evrópu og víðar.
Ísland þarf að búa við alvarlegar afleiðingar Zíonismans í formi samfélagslegra átaka um þann flóttamannastraum sem Zíonisminn hefur komið af stað. Af þeirri ástæðu einni, þarf að grípa til öryggisráðstafana fríverslunarsamningsins.
Stuðningsmenn Zíonista, yfirdrottnunarhyggju og þessa rasimsa almennt á að skilgreina sem hryðjuverkamenn og hópa þeirra á að skilgreina sem hryðjuverkahópa. Eignir þeirra á að frysta og gera upptækar. Hópa hér á landi og annarsstaðar sem styðja hryðjuverk á einnig að stoppa og þá sérstaklega peningasendingar til þeirra og fjáraflanir þeirra til stuðnings þessum rasisma.
Höfundur er verkfræðingur.
[i]Amnesty International; „Afnemum aðskilnaðarstefnuna“; Sótt 2023-11-12; https://amnesty.is/taktu-thatt/akoll/afnemum-adskilnadarstefnuna/
[ii]Alþingi: „Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Ísraels„; Sótt 2023-11-12; https://www.althingi.is/altext/116/s/0933.html
[iii]Btselem; „What now?“ ; Sótt 2021-05-17; https://thisisapartheid.btselem.org/eng/#23
[iv] Btselem;„Land“ ; Sótt 2021-05-17 ; https://thisisapartheid.btselem.org/eng/#9
[v] Btselem; „This is apartheid“ ; Sótt 2021-05-17 ; https://thisisapartheid.btselem.org/eng/#21
[vi]The Grayzone, Pushback with Aaron Maté; „Finkelstein: Palestine’s ICC victory thwarted by Israel’s apartheid reality“; Sótt 2021-05-17 ; https://youtu.be/FQJjjsp7vF8?t=3290