Heimsmyndir
Heimsmyndir fjallar um lífsskoðun og trúarhugmyndir, hvernig skoðun okkar mótast og hvaða áhrif þær hafa á hvernig við hugsum og upplifum lífið.
Umsjón: Kristinn Theodórsson
Þættir
Ólafur í Hvarfi Ragnarssonarrow_forward
Að þessu sinni kemur í þáttinn uppáhalds net-vinur Kristins sem hann hafði aldrei hitt. Mikill þúsundþjalasmiður og hugsuður, hann Ólafur í Hvarfi Ragnarsson. Þeir ræða ævintýrakennda sögu Ólafs, sem og ýmsar engu að síður ævintýrakenndar hugmyndir um heiminn og tilveruna.
Björn Þorsteinssonarrow_forward
Gestur þáttarins er Björn Þorsteinsson prófessor í heimspeki við HÍ. Hann hefur skrifað bókina Verufræði um verufræði, skammtafræði og fyrirbærafræði. Sem allt eru mikil áhugamál þáttarstjórnanda. Þeir Björn reyndu í glettni að koma efnishyggju fyrir kattarnef, en raunverulega stóð aðeins til að kynna fyrir áheyrendum gráa svæðið milli efnishyggju og hughyggju, eða milli skyns og efnis.
Sindri Guðjónssonarrow_forward
Sindri Guðjónsson er fyrrverandi formaður Vantrúar. Hann lögræðingur, skáksnillingur og fyrrverandi bókstafstrúarmaður. Hann tók til varna fyrir Nýja Trúleysið sem aðeins hefur verið gantast með í þáttunum. Fróður og klár strákur.
arrow_forward
Í þáttunum Heimsmynd fær Kristinn Theodórsson til sín góða gesti sem ræða trúleysi og trúmál og þær heimsmyndir sem maðurinn skapar sér.
Rögnvaldur Hreiðarsson er gestur þáttarins. Röggi, eins og hann er kallaður, er rakari og vel þekktur fyrrverandi kröfuboltadómari. Hann er mikill trúmaður í dag og hefur gefið út bókina Guð og menn um sína persónulegu vegferð til trúar. Þeir Kristinn ræddu kirkjuna, sértrúarsöfnuði og hvort trúin sé fólki hvatning til að vera betri manneskjur.
sr. Gunnar Jóhannessonarrow_forward
Hinn rómaði prestur sr. Gunnar Jóhannesson er gstur þáttarins
Gunnar er prestur á Selfossi og fæddur sama ár og þáttastjórnandi eða 1977. Þeir fóru aldeilis sitthvora leiðina í lífinu. Kristinn urrandi trúleysingi en Gunnar heittrúaður prestur. Þeir eru þó ekki svo ólíkir. Báðir mjög uppteknir af stóru spurningunum svokölluðu, um tilgang og eðli tilverunnar
Þeir velta við ýmsum steinum í vangaveltum um sannleikann og guð og menningarumhverfi trúaðra og hvort þetta sé allt saman bara leikur í einhverjum skilningi.
Sigurður Hólm Gunnarssonarrow_forward
Sigurð Hólm Gunnarsson er gestur þáttarins en Sigurður var snemma viðriðinn Siðmennt á tíunda áratug síðustu aldar og segir góðar sögur úr starfinu og hvernig Vantrú varð til vegna ágreinings í samtökum trúlausra um svipað leiti. Sigurður ræddi um fyrirmyndir sínar, heimsmynd og siðfræði.
Heimsmynd: Sr. Jóhanna Magnúsdóttirarrow_forward
Gestur Kristins í þessum fyrsta þætti er Sr. Jóhanna Magnúsdóttir. Þau rifja upp gömul kynni og ræða átökin milli Nýju Trúleysingjanna um aldamót við kirkjuna og trúað fólk og hvort það megi ekki segja ýmislegt jákvætt um það allt saman. Leiðir þeirra lágu saman í frumbernsku bloggsins og samfélagsmiðla.