Maður lifandi

Maður lifandi er í umsjá feðganna Starkaðar og Björns Þorlákssonar. Varpað verður ljósi á sjónarmið og hugmyndir ungs fólks í dægur- og þjóðmálaumræðu.

Fim kl. 16:00

Þættir

Maður lifandi – Ungt fólk á Gasa og agavandi í skólum

Maður lifandi – Ungt fólk á Gasa og agavandi í skólumarrow_forward

S01 E004 — 4. jan 2024

Starkaður og Björn ræða jól og mannréttindi í fyrsta þætti ársins. Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur fer yfir hryllinginn á Gaza og ekki síst stöðu ungs fólks og barna. Þá kemur Sigríður Nanna Heimisdóttir, aðstoðarskólastjóri Hagaskóla og bregst við atriði í Skaupinu þar sem nemandi hótaði kennara lögsókn vegna óskar um heimanáms. Maður lifandi setur áherslur ungs fólks á oddinn.

Þórarinn Eldjárn og sagan öll

Þórarinn Eldjárn og sagan öllarrow_forward

S01 E003 — 15. des 2023

Í þætti vikunnar ræða Starkaður og Björn við Þórarin Eldjárn um stöðu íslenskunnar, höfundarferil skáldsins og margt fleira. Þá ber samtímamálefni íslenskra ungmenna á góma.

Ungt fólk og framtíðin

Ungt fólk og framtíðinarrow_forward

S01 E002 — 6. des 2023

Framtíð Íslands í stjórnmálum, bíóferð og fleira skemmtilegt Í þætti vikunnar verður yfirgripsmikið viðtal við Kristrúnu Frostadóttur sem margir spá að taki við rekstri íslenska ríkisins að loknum næstu þingkosningum. Spurningar sem tengjast hugðarefnum ungs fólks og framtíðinni verða í brennidepli. Þá fara umsjónarmenn þáttanna, feðgarnir Starkaður og Björn Þorláks, í bíó. Þeir munu skiptast á skoðunum með Heiðari Sumarliðasyni kvikmyndarýni um stórmyndina Napoleon. Sumir reiðir. Aðrir hrósa myndinni í hástert. Ýmislegt fleira ber á góma í Maður lifandi, nýr þáttur frumsýndur vikulega á Samstöðinni klukkan 16 á fimmtudögum. Þá má horfa á þáttinn í gegnum facebooksíðu Samstöðvarinnar eða vefsíðuna samstodin.is

Ungt fólk, umhverfismál og íþróttir

Ungt fólk, umhverfismál og íþróttirarrow_forward

S01 E001 — 30. nóv 2023

Maður lifandi er nýr dægur- og þjóðmálaþáttur með augum unga fólksins. Starkaður Björnsson, 15 ára, stýrir þættinum með föður sínum, Birni Þorláks. Starkaður mun fá vini sína sér til aðstoðar í þáttunum fram undan sem verða vikulega á dagskrá kl. 16 á fimtudögum.

Í fyrsta þættinum verður umræða um hagsmuni ungs fólks er kemur að umhverfismálunum og þá verður saga íslensks handbolta sögð – en spennandi tímar eru fram undan hjá landsliðunum. Gestir þáttarins eru Rúnar Einarsson, grunnskólakennari og íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí