Maður lifandi

Maður lifandi er í umsjá feðganna Starkaðar og Björns Þorlákssonar. Varpað verður ljósi á sjónarmið og hugmyndir ungs fólks í dægur- og þjóðmálaumræðu.

Fim kl. 16:00

Þættir

Maður lifandi: Foreldraskyldur og fréttamennska

Maður lifandi: Foreldraskyldur og fréttamennskaarrow_forward

S01 E014 — 21. mar 2024

Foreldraskyldur og fréttamennska

Margrét Helga Erlingsdóttir, ein af yngri fréttakonum landsins, verður gestur vikunnar í Maður lifandi þessa vikuna. Hún lýsir réttlætisbaráttu og umbrotum ungs fólks þegar barneignir, menntun, starfserill og húsnæðismál koma saman í einum punkti. Við kynnumst nýrri hlið á fréttakonunni.

Maður lifandi: Margrét Tryggvadóttir

Maður lifandi: Margrét Tryggvadóttirarrow_forward

S01 E013 — 13. mar 2024

Margrét Tryggvadóttir rithöfundur og fyrrum þingkona verður gestur þáttarins Maður lifandi þessa vikuna. Hún ræðir ýmis brýn samfélagsmál sem varða ungt fólk og kúnstina að skrifa.

Maður lifandi: Draumar og veruleiki

Maður lifandi: Draumar og veruleikiarrow_forward

S01 E012 — 7. mar 2024

Hvernig er að vera ung manneskja, dekkri á litinn en gengur og gerist hér á landi á tímum vaxandi rasisma? Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi svarar þeirri spurningu. Þá kemur stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson í þáttinn og lýsir uppvextinum á Akureyri og ævintýrinu að láta drauma rætast

Maður lifandi – Líðan landsmanna í eldsumbrotum

Maður lifandi – Líðan landsmanna í eldsumbrotumarrow_forward

S01 E011 — 29. feb 2024

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er gestur Maður lifandi þessa vikuna. Hann ræðir við feðgana Starkað og Björn um náttúruhamfarir, líðan barna, áhyggjur fólks og örugga búsetu. Maður lifandi hverfist um hugðarefni ungs fólks og er sýndur kl. 16 á fimmtudögum.

Maður lifandi: Bubbi og unga fólkið

Maður lifandi: Bubbi og unga fólkiðarrow_forward

S01 E010 — 22. feb 2024

Sérlega góður gestur sækir Starkað og Björn heim á Samstöðinni þessa vikuna, sjálfur Bubbi Morthens. Rætt verður um hlutskipti ungs fólks í dag miðað við tímana sem Bubbi spratt úr; söguna, listina, draumana og margt fleira.

Maður lifandi – Mun ungt fólk flýja Ísland

Maður lifandi – Mun ungt fólk flýja Íslandarrow_forward

S01 E009 — 8. feb 2024

Mun ungt fólk flýja Ísland? Atgervisflótti (brain drain) ógnar íslensku samfélagi vegna vanda við húsnæðiskaup hér á landi og fleira. Ungir Íslendingar sem standa á krossgötum hvað menntun og búsetu varðar horfa á heiminn allan sem búsetukost, ólíkt því sem kannski var þegar Íslendingar voru fangar í eigin landi. Þetta kemur fram í þættinum Maður lifandi sem sýndur verður klukkan 16. Starkaður og Björn ræða í þættinum mörg brennandi álitaefni sem varða framtíð ungs fólks en einnig verður slegið á léttari strengi.

Maður lifandi – Ungt fólk og áfengisneysla

Maður lifandi – Ungt fólk og áfengisneyslaarrow_forward

S01 E008 — 1. feb 2024

Í maður lifandi þessa vikuna ræða Starkaður og Björn ungt fólk og áfengi. Gunnar Hersveinn heimspekingur og höfundur nýrrar bókar kemur í þáttinn. Þá verður umræða um ýmis önnur mál er varða ungt fólk.

Maður lifandi – Fréttamennska þá og nú

Maður lifandi – Fréttamennska þá og núarrow_forward

S01 E007 — 25. jan 2024

Í þætti vikunnar af Maður lifandi verður ítarlegt spjall við Kára Jónasson, fyrrum fréttastjóra RÚV. Fréttamennska á Íslandi er sögð í krísu. Við fjöllum um það. Þá ber ungt fólk á góma þá og nú sem og hagsmuni þess og hugðarefni.

Maður lifandi – Ungt fólk og stjórnmál

Maður lifandi – Ungt fólk og stjórnmálarrow_forward

S01 E006 — 18. jan 2024

Karl Héðinn formaður ungra sósíalista og Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar ræða aukinn áhuga ungs fólks á stjórnmálaþátttöku. Þá fer fram umræða um svefntíma unglinga, framhaldsnám þar sem hugtakið „verslósnobb“ kemur við sögu sem og aukinn áhugi ungra Íslendinga á iðnnámi.

Maður lifandi – Ökupróf og EM

Maður lifandi – Ökupróf og EMarrow_forward

S01 E005 — 11. jan 2024

Bílpróf og álitaefni tengd ökunámi verða til umræðu í Maður lifandi þessa vikuna. Starkaður og Björn hita líka hressilega upp fyrir EM í handbolta þar sem Íslandi er spáð verðlaunum.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí