Saga fyrir svefninn
Á mannlegu nótunum
Katrín Baldursdóttir fær til sín gest á fimmtudagskvöldum í ljúft spjall fyrir svefninn.
Þættir
Þorbjörg Þorvaldsdóttirarrow_forward
Hvernig getur verið svona margt ólíkt með fólkinu en samt svo margt líkt?
Gestur kvöldsins segir okkur frá lífi fólks sem hefur þurft að berjast fyrir því með kjafti og klóm að fá að vera eins og það er. Áfangasigrar en ennþá er langt í land. Stutt á milli gleði og gráturs.
Þórður Snær Júlíussonarrow_forward
Þórður Snær Júlíusson blaðamaður Kjarnans gegnir einu af hættulegustu störfum í heimi sem er að vera rannsóknarblaðamaður, en hann lætur hvergi bilbug á sér finna og heldur ótrauður áfram að gagnrýna ríkjandi öfl og valdamikla aðila, eins og kvótagreifa og möguleika þeirra til að sanka að sér fjármunum. Er hann ekkert hæddur? Hvað segir fjölskylda hans? Hefur honum verið ógnað. Allt um þetta og miklu fleira í þessum þætti.
Viðar Eggertssonarrow_forward
“En ferðalagið er ekki síður mikilvægt og gefandi en áfangastaðurinn,” segir Viðar Eggertsson leikari, leikstjóri og útvarpsmaður. Viðar hefur barist fyrir fólk bókstaflega frá vöggu til grafar, er hvergi hættur þeirri réttindabaráttu og var í framboði í nýliðnum kosningum. Viðar hefur þurft að glíma við óhefðbundin vandamál en hefur samt lifað viðburðaríku og skemmtilegu lífi. Við kynnumst því í þætti kvöldsins.
Ásta Dís Skjalddalarrow_forward
Saga fyrir svefninn með Ástu Dís Skjalddal, samhæfingastjóra hjá Pepp, sem eru samtök fólks í fátækt, um eigin fátækt sem barn og síðar sem einstæð móðir, um ástina, veikindin, upprisuna, lífið í dag og um það hvernig búið er að henda Peppinu út úr húsnæðinu sem hefur veitt fólkinu svo mikla hljáp og gleði.