Margra ára baráttu Viðskiptaráðs höfð að engu á Alþingi í dag

Ljóst er að innan baklands Sjálfstæðisflokksins veldur hækkun listamannalauna talsverði reiði. Raunar svo að það er hálf furðulegt. Þetta má vel sjá á Twitter þar sem nokkuð margir hneykslast á því að lögum um listamannalaun hafi verið breytt fyrr í dag, með þeim afleiðingum að starfslaunum fjölgar nokkuð mikið. Eftir þessar breytingar þá verða starfslaunamánuðir 2.490 eftir fjögur ár, samanborðið við um 1.600 í dag.

Hatur hægrimanna á listamannalaunum hefur verið þekkt nú í fjöldamörg ár. Ljóst er að bruðl í ríkisrekstri getur ekki talist eina ástæðan fyrir þessu hatri. Raunar eru útgjöldin sem fara í þennan málaflokk smávægileg miðað við margt annað sem mætti vel kall bruðl. Þó ástæðurnar að baki þessu sérstaka hatri séu vafalaust margar og oft persónubundnar þá verður varla horft fram hjá áhrifum Viðskiptaráðs.

Viðskiptaráð er þrýstihópur sem helstu fyrirtæki á Íslandi leggja til fé í von um það muni skila sér í lagabreytingum. Til þess verks sendir Viðskiptaráð umsagnir á öll frumvörp og beitir beinunum og óbeinum þrýstingi á stjórnamálamenn. Nær undantekningalaust þá byggja tillögur þrýstihóps á kunnulegum kreddum frjálshyggju. Það er ekki svo furðulegt í ljósi þess að sú hugmyndafræði er klæðskera sniðin að þörfum þeirra ríkustu.

Eftir efnahagshrunið þá hefur Viðskiptaráð látið örlítið minna fyrir sér fara. Eitt mál hefur þó augljóslega verið fyrirtækjaeigendum sérstakt baráttumál: tafarlausar breytingar á listamannalaunum. Ýmsar tillögur hafa komið fram yfir árin en í rauin hafa þær allar haft það sameiginlegt að lokaniðurstaða yðri launalausir listamenn. Flestir hafa vafalaust tekið eftir því að umræða um listamannalaun sprettur fram um svipað leyti ár hvert, yfirleitt þegar nöfn þeirra sem fá laun eru opinberuð. Sú umræða hefur þó undanfarin ár verið rekin áfram að nokkrum marki af Viðskiptaráði. Niðurstaðan á Alþingi í dag hlýtur því að teljast áfall fyrir þrýstihópinn og merki þess að ítök hópsins fara dvínandi.

En varla eru listamannalaun svo mikið hagsmunamál fyrir fyrirtækjaeigendur? Hvers vegna hefur svo mikið púður farið í það síðustu ár? Þannig hefur verið bent á að Viðskiptaráð er nokkuð dýrt í rekstri fyrir fyrirtæki landsins samanborðioð við kostnað ríkissjóðs vegna listamannalauna. Þetta benti Andri Snær Magnason rithöfundur á síðastliðinn mars, stuttu eftir enn eina tilraun Viðskiptaráðs til að sverta framlög til lista í augum almennings. Þá hafði hagfræðingur ráðsins haldið því fram að Ísland eyddi óhóflega miklu í þau mál, að vísu með því að hafa bæði framlög til Þjóðkirkjunnar og íþrótta með í reikningnum.

Hér fyrir neðan má lesa svör Andra Snæ við þeirri tilraun:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí