Brynjar telur upp ótal ástæður fyrir því að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur áhyggjur af fylgi flokksins síns. Það ætti ekki að koma svo á óvart, enda mælist flokkurinn með afar lágt fylgi um þessar mundir, í það minnsta út frá sögulegu fylgi flokksins. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum þá mælist flokkurinn ekki með nema um 15 prósent fylgi.

Líkt og fyrr segir þá veldur þetta Brynjari kvíða en hann fer þó heldur óhefðbunda leið í von um að auka fylgið, hann telur upp fjölmargar ástæður fyrir því að menn ættu ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það verður að koma í ljós hvort þetta auki fylgið eða ekki.

Eftir stutta yfirferð yfir allt það góða sem þessi flokkur á að hafa gefið þjóðinni skrifar Brynjar í færslu á Facebook:

„En ekkert af þessu breytir því að það líður ekki sá dagur að óánægður sjálfstæðismaður hefur samband við mig með gagnrýni af ýmsum toga og það þrátt fyrir að ég sé ekki lengur á þingi og beri enga ábyrgð á ríkisstjórninni. Algengar aðfinnslur eru að þingmenn tali ekki fyrir stefnunni, láti litlu samstarfsflokkana vaða yfir allt og alla, stöðnun í orkumálum, brugðist seint við í stjórnlausu hælisleitendakerfi, stöðvun hvalveiða og aðför að atvinnufrelsinu, ekki gætt hagsmuna Íslendinga í þessum tilgangslausu loftslagssamningum, lúxussplæs í óþarfa meðan innviðir sitja á hakanum og íþyngjum atvinnulífinu og einstaklingum með óþarfa regluverki. Ljúka þeir síðan samskiptunum gjarnan með því að tilkynna mér að þeir treysti sér ekki til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn áfram.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí