„Hvort voruð þið að ljúga að starfsmönnum eða hér?“

Á síðustu metrunum fyrir þingslit var samþykktur á Alþingi fjöldi frumvarpa, m.a. frumvörp um sameiningu stofnana.

Þannig verður Umhverfis- og orkustofnun verður til úr hluta Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar.

Náttúruverndarstofnun verður til úr hluta UST og Vatnajökulsþjóðgarði.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, gumar af þessum áfanga á facebook-síðu ráðherrans. Hann segir að stofnunum ríkisins hafi nú fækkað með tilheyrandi hagræðingu, auk þess sem nýjar sameinaðar stofnanir séu betur til þess fallnar að seinna hlutverkum sínum.

Fulltrúi úr hópi almennings spyr á facebook-þræðinum hve miklir peningar sparist á þessum breytingum? Svarar Guðlaugur Þór að reiknað sé með að hagræðingin verði hálfur milljarður árlega.

Sigurður Erlingsson sem starfar sem landvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði bregst illa við þessu svari ráðherrans. Hann  lætur Guðlaug Þór hafa það:

„Af hverju var þá upplagið á starfsmannafundum á mánudaginn að markmið sameiningarinnar væri ekki hagræðing og fækkun starfsmanna?“ Spyr Sigurður. „Hvort voruð þið að ljúga að starfsmönnum eða hér?“

Ráðherrann hefur ekki svarað spurningunni. Augljóst er að sameiningin er umdeild. Lýsa margir áhyggjur af því að boðað hafi verið til breytinganna til að bola Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra úr starfi til að ráða flokksgæðing í hennar stað.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí