Heilbrigðiskerfið svelt til að koma því í hendur einkaaðila

Verkalýðsmál 30. sep 2022

Stjórnvöld hafa veikt tekjustofnana og svelt innviðina eins og blasir við þjóðinni í heilbrigðiskerfinu. Það er gert til að koma því í hendur einkaaðila,“ segði Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis á kjaramálaráðstefnu félagsins.

Þórarinn rifjaði upp orð Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra frá 17. júlí 2020: „Verðtryggingin var upphaflega sett á vegna þess að við réðum ekki við verðbólguna. Núna eru tímarnir breyttir. Í fyrsta sinn er það raunverulegur valkostur fyrir heimilin að skipta yfir í nafnvexti og þannig afnema verðtrygginguna að eigin frumkvæði af sínum lánum. Þetta eru mikil tímamót og fela í sér að verðtryggingin mun deyja út.“

„Í dag er staðan sú að kaupmáttur launa hefur dregist mikið saman, íbúðaverð hefur rokið upp í hæstu hæðir frá árinu 2018 þegar íbúðaverð, verðlag og kaupmáttur launa hélst nánast í hendur. Kaupmátturinn er á leið lóðbeint niður á við miðað við íbúðaverð og verðbólgan hefur valdið almenningi stórskaða,“ sagði Þórarinn og sagði stjórnvöld hafa skapað þennan vanda.

„Fólk sem lifir eingöngu á fjármagnstekjum tekur ekki þátt í samfélaginu því það greiðir ekki útsvar af fjármagnstekjum. Það greiðir ekki fyrir innviðina; vegina, skólana, leikskólana, velferðarkerfið o.fl. Þetta eru þeir ofurríku hér á landi sem stjórnvöld hlífa á meðan launafólki blæðir,“ bætti Þórarinn við.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí