Sakar fulltrúa stjórnsýslu um ósannsögli „skammarblettur á samfélaginu“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sakar framkvæmdastjóra Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, um að segja ósatt. Hún segir að samningsbrot fyrirtækisins iClean á ræstingafólki hafi sannarlega legið fyrir þegar Umbra endurnýjaði samning sinn við þau.

Fyrirtækið iClean sinnir ræstingarþjónustu Stjórnarráðsins auk annarra opinberra stofnanna og kallar Sólveig Anna eftir því að téður framkvæmdastjóri skammist sín og sendi Eflingarfólki afsökunarbeiðni í færslu á Facebook í dag. Í færslunni gerir Sólveig Anna viðtal Ríkisútvarpsins við Viktor Jens Vigfússon, framkvæmdastjóra Umbru – þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, um samning Umbru við ræstingarfyrirtækið iClean að umtalsefni. Viktor fullyrti í fréttinni að forsvarsfólk Umbru hefðu ekki verið upplýst eða meðvituð um meint brot iClean gegn starfsfólki sínu þegar samningurinn við fyrirtækið var framlengdur en það segir Sólveig Anna að sé alrangt með farið hjá Viktori. „og magnað að maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu vilji koma fram í fréttum og reyna að afvegaleiða umræðu og umfjöllun um þá grafalvarlegu stöðu sem að ríkir í ræstinga-geiranum,“ skrifar Sólveig í færslunni.

Sólveig Anna birtir máli sínu til stuðnings afrit af samskiptum Eflingar við Umbru allt frá fyrsta pósti eða frá áttunda október síðastliðinn. Í þeim pósti óskar Umbra eftir ráðgjöf varðandi iClean svo tyggja mætti að réttindi og skyldur væru uppfylltar gagnvart starfsfólki fyrirtækisins. Í kjölfarið tók vinnuréttindasvið Eflingar saman minnisblað sem Eflingu höfðu borist vegna iClean yfir tveggja ára tímabil. „Ljóst er að fyrirtækið stendur sig illa þegar að því kemur að fara eftir kjarasamningum og virða réttindi starfsfólks,“ segir Sólveig Anna í tölvupóstsamskiptunum og fer þess á leit við Umbra að ekki verði gerður samningur við iClean vegna þessa.

Líkt og áður hefur komið fram var ákveðið að framlengja samning Umbru við iClean og í viðtali Rúv í gær sagði talsmaður Umbru, Viktor Jens að það hafi verið vegna þess að þjónustan hafði gengið ágætlega. Þá hafi engar upplýsingar borist frá Eflingu eða öðrum tengdum aðilum um að brotið hefði verið á því starfsfólki sem starfaði innan stjórnsýslunnar.

„Betra að gera einfaldlega ekkert í málinu og halda áfram að senda peninga skattgreiðenda til iClean,“ segir Sólveig Anna sem telur að framkvæmdastjóri Umbru reyni með ósvífnum hætti að mála Eflingu upp sem vandamálið eða líkt og „Umbra hafi leitað til okkar eftir aðstoð og að við höfum brugðist skyldum okkar.“ Framkoma Umbru í garð Eflingar séu enn eina sönnun á „áhugaleysi og þeirri þriðja flokks stjórnsýslu sem að mætir vinnuaflinu og fulltrúum þess,“ tíundar Sólveig Anna og dregur ekki undan orðum sínum í garð framkvæmdastjórans: „Ágætt ef Viktor Jens skammaðist sín og bæðist afsökunar á því að reyna að blekkja og afvegaleiða umræðuna um svo grafalvarlegt málefni, og að hafa Eflingu fyrir rangri sök.“ Hún reiknar þó ekki með afsökunarbeiðni enda sé lenska opinberrar yfirstéttar yfirhylming og í meðförum þeirra verði blekking frekar fyrir valinu en samvinna og virðing í samskiptum við almenning.

„Það er skammarblettur á samfélagi okkar,“ segir Sólveig Anna að lokum.

Færslu hennar alla má lesa hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí