Alvarlegar fleiðingar stéttaskiptingar koma fram í upplýsingum Hagstofunnar um ævilengd. Hagstofan birtir ekki upplýsingar eftir stéttum, en það má ráða í upplýsingar um ævilengd eftir menntun. Þar sést að að meðalævilengd eftir þrítugt að munurinn meðal kvenna er 4,3 ár eftir því hvort konur eru með háskólamenntun eða grunnskólamenntun. Þrítug kona með grunnskólamenntun getur að meðaltali náð 82,4 árum en kona með háskólamenntun að ná 86,7 ára aldri.

Munurinn er meiri meðal karla, eða 5,1 ár. Þrítugur karl með grunnskólamenntun getur að meðaltali náð 78,8 ára aldri en karl með háskólamenntun 83,9 ára aldri.
Konur geta náð hærri aldri en karla. Munurinn er 2,8 ár meðal háskólamenntaðra en 3,6 ár meðal grunnskólamenntaðra. Stéttaskipting hefur því meiri áhrif á ævilengd en kynin.
Menntun er ekki algildur mælikvarði um stéttir, en gefur vísbendingu um að verri fjárhagsleg staða og meiri vinnuþrælkun dregur niður lífslíkur þeirra sem tilheyra láglaunastéttunum. Láglaunafólk er því ekki aðeins að berjast fyrir betri kjörum í stéttabaráttu sinni heldur að berjast fyrir lífinu, í bókstaflegri merkingu.
Annað sem þessi samanburður dregur fram er óréttlæti eftirlaunakerfisins. Karl með grunnskólamenntun lifir að meðaltali 11,8 ár eftir að hann kemst á eftirlaunaaldur 67 ára. Sá sem er með háskólamenntun lifir hins vegar að meðaltali í 16,9 ár. Miðað við 348 þús, kr. ellilífeyri frá Tryggingastofnun er munurinn 21,1 m.kr. sem láglaunafólk ætti ef til vill að kerfjast þess að fá sem eingreiðslu við eftirlaunatöku.