Innflytjendur vilja ríkisborgararétt, kennitölu og íslenskukennslu

Innflytjendur 17. sep 2022

Hópur fólks af erlendum uppruna vinnur að stofnun félags sem gerir þrjár skýrar kröfur til úrbóta fyrir innflytjendur á Íslandi. Þau hafa lagt þessar kröfur fram í opnu bréfi til ríkisstjórnar og Alþingis. Þær eru um að innflytjendur geti fengið ríkisborgararétt fyrr, að þeir geti fengið kennitölu beint en ekki aðeins í gegnum fyrirtækið sem þau vinna hjá og að aðgengi að íslenskukennslu verði bætt og hún verði ódýrari.

„Sameiginleg reynsla okkar hefur skilið tilfinningu fyrir að við séum óskynileg stjórnvöldum sem virða okkur ekki,“ segir Ian Mcdonald, einn þeirra innflytjenda sem skrifaði bréfið, „sem er skrítið því við erum næstum 20% landsmanna. Ísland myndi sökkva í kreppu ef við myndum ákveða öll að fara.“

Í bréfinu kemur fram að verið sé að hindra enn frekar aðgengi innflytjenda að samfélaginu. Það sé gert flóknara og erfiðara að sækja um dvalarleyfi eða kennitölu en ekkert sé gert til að gera aðlögun innflytjenda að samfélaginu og grunnkerfum þess auðveldari.

Bent er á í bréfinu að stjórnvöld hafi sagt að þörf sé á um sjö þúsund manns til að halda efnahagslífinu gangandi á næstu árum. Geri þurfi því stórátak til að gera þessu fólki, en líka þeim innflytjendum sem þegar búa hér, auðveldara að aðlagast samfélaginu og taka virkari þátt í því. Ef það er ekki markmið stjórnvalda ættu þau að lýsa því yfir að þau líti á innflytjendur fyrst og fremst sem vinnuafl sem ætlunin er nýta og losa sig síðan við þegar það er fullnýtt.

Hópurinn gerir kröfu um að biðin eftir ríkisborgararétti verði stytt til samræmis sem tíðkast á Norðurlöndunum, þar sem mun fleiri innflytjendur eru ríkisborgarar. Að fólk geti fengið kennitölu og þar með eitthvert frelsi frá launagreiðenda sínum. Og að aðgengi að íslenskukennslu verði bætt strax við komu til landsins og að fyrirtæki bjóði fólki upp á að stunda þetta nám í vinnutíma.

„Þegar líður að kosningum láta stjórnvöld sem þau virði okkur en í raun gera þau ekkert til að auðvelda okkur að samlagast samfélagi eða auðvelda okkur lífsbaráttuna,“ segir Ian. „Við eigum að taka því sem að okkur er rétt og aldrei biðja um meira. Þetta verður að breytast.“

Hér má lesa opna bréfið: Demand actions for immigrants’ equality in Iceland

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí