Krónan heldur betur en evra, pund og norska krónan

Peningamál 25. sep 2022

Miklar sveiflur hafa verið á gjaldmiðlum síðustu misseri vegna stríðs, afleiðinga viðskiptaþvingana, verðbólgu og efnahagsörðugleika. Í slíku ástandi styrkist bandaríski dollarinn gagnvart öðrum myntum. Evran fellur, norska krónan líka og pundið hrapar. Í samanburði við þessar myntir er íslenska krónan stöðug, næstum á pari við svissneskan franka.

Annað sem vekur athygli þegar gengissveiflur síðustu tólf mánaða eru skoðaðar er að rússneska rúblan er eini gjaldmiðilinn sem styrkir sig verulega gagnvart dollar. Ástæðan er að innflutningur hefur fallið saman í Rússlandi, það er ekki eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri þar.

Taflan hér að neðan sýnir breytingar á gengi gjaldmiðla gagnvart dollar síðustu tólf mánuði:

Þarna sést að krónan hefur fallið um 11,0%, sem er meira en svissneski frankinn, sem hefur fallið um 5,8%. En krónan hefur fallið minna en evran, sem hefur fallið um 17,3%, og auðvitað danska krónan þar með, sem er bundin við evru.

Og krónan hefur staðið betur gagnvart dollar en norska króna, sem hefur fallið um 19,4%, breska pundið, sem hefur fallið um 20,7%, og sænska krónan, sem hefur fallið um 23,4%.

Þetta merkir að innflutt vara frá Evrópu ætti ekki að hækka í takt við verðbólguna ytra. Eða ætti að gera það. Þegar evran og krónur Norðurlanda síga gagnvart krónu virkar það sem gengisskráningin greiði niður verðbólgu í þessum löndum.

Tökum dæmi. Innflutt vara frá evrusvæðinu kostaði þúsund kall fyrir ári. Varan hækkar um 7% og ætti að kosta 1.070 kr. en þar sem evran lækkaði gagnvart krónu á leiðinni um 6% þá kostar þessi vara í dag 1.012 kr. Styrkur krónunnar að undanförnu hefur því haldið aftur að innflutningi evrópskrar verðbólgu til landsins.

En það er ekki þar með sagt að það gerist. Verðbólga er ekki aðeins drifin áfram af debet og kredit heldur ekki síður af væntningum um breytingar í framtíðinni. Ef kaupmenn og aðrir þeir sem verðmerkja vörur hafa tilfinningu fyrir vaxandi dýrtíð í framtíðinni þá hækkar þeir verðið til að verja sig fyrir því, þeir vilja græða áfram en ekki tapa.

Mælingar Hagstofunnar sýnir umtalsverða almenna verðbólgu umfram þá hækkun sem mælist vegna eignabólu á húsnæðismarkaði. Verðbólgan hér er því á skriði þvert á það sem gengisskráningin gefur tilefni til að ætla.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí