Vill opna rannsókn á fjárreiðum Flokks fólksins

Peningamál 19. feb 2025

Almenningur getur ekki unað ósönnuðum tilgátum um að fyrirsvarsmenn Flokks fólksins kunni að hafa ráðstafað styrkjum til persónulegra þarfa sjálfra sín.

Þetta segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrum hæstaréttardómari á facebook í morgun, en hann hefur undanfarið slegist ákaft í lið með Morgunblaðinu.

„Hér er um að ræða tugi milljóna árlega undanfarin ár. Það er auðvitað aðalatriði málsins að upplýsa hvort málum sé svona farið. Sé svo sýnist að um sé að ræða refsiverða háttsemi þessara fyrirsvarsmanna, sem falli undir að teljast auðgunarbrot samkvæmt almennum hegningarlögum,“ skrifar Jón Steinar meðal annars.

Landsfundur Flokks fólksins fer fram um helgina og verður þá lögum breytt til samræmis við gild skilyrði til að fokkurinn fái rekstrarfé frá ríkinu samkvæmt lögum líkt og aðrir flokkar sem ná ákveðnum árangri.

Ekki eru allir hrifnir af skrifum hæstaréttardómarans fyrrverandi:

Kona nokkur segir Jóni Steinari í athugasemd á facebook að skammast sín. „Þú veist vel að hjá Ingu Sæland er allt uppá borðinu, hver króna bókfærð. Skrif þín ættu betur við þinn flokk, sem öllu er trúandi til.“

Jón Steinar biður konuna um að vera ekki „kjáni“:

„Ef þú styður Flokk fólksins svo ákaflega og telur hann vera með hreinan skjöld ættir þú að fagna kröfu um opinbera rannsókn á því hvernig flokkurinn hefur ráðstafað styrkjum sínum. Verði niðurstaðan sú sem þú segir rétta ætti flokkurinn að hreinsast af grunsemdum um að forkólfurinn Inga hafi tekið féð til eigin persónulegra þarfa.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí