Of mikið óþol gagnvart íslensku með hreim

Innflytjendur 28. sep 2022

„Þó við séum almennt álitin frjálslynd og jákvæð þjóð í garð innflytjenda þá er hreintungustefnan mjög sterk í okkur,“ segir Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir lögfræðingur sem nýlega lauk meistaraprófi í alþjóðlegum fólksflutningum og þjóðernistengslum. „Það er ákveðið óþol sem maður hefur orðið var við í tengslum við íslensku með hreim sem við þurfum að taka til skoðunar og ræða.“

Meistararitgerð hennar ber heitið Linguistic Panic og er gagnrýnin orðræðugreining á tveimur íslenskum málstefnum, frá 2009 og 2021, í ljósi stækkandi hóps innflytjenda á Íslandi. Málstefnuna frá 2009 segir Sigurlaug vera afar íhaldssama og varðveislu tungumálsins beintengda því að halda tungumálinu hreinu og ómenguðu af utanaðkomandi erlendum áhrifum.

Málstefnan frá 2021 sé hins vegar mun framsæknari og víðsýnni. Þar sé lögð áhersla á breytta samsetningu þjóðfélagsins og nauðsyn þess að auka aðgengi innflytjenda að íslensku. Hins vegar sé megináherslan á að brúa bilið milli tungumálastaðalsins og ungu kynslóðarinnar sem sé að verða fráhverfari tungumálinu og innflytjendum sé því hvorki gefið hlutverk sem notendum tungumálsins né varðveitendum þess.

Sigurlaug telur að leggja verði meiri áherslu á þessa tvo þætti í íslenskri málstefnu og tryggja þurfi virka aðkomu innflytjenda að íslensku málsamfélagi. Hreintungustefnan grafi undan þróun heilbrigðs fjölmenningarsamfélags og tungumálið verði að þróast í takt við fjölbreytileika þjóðfélagsins og þarfir notandans og í því samhengi sé ekki hægt að skilja 15% þjóðarinnar útundan. 

Sigurlaug bendir á að við sem samfélag gerum ríkar kröfur á innflytjendur að læra íslensku til að fá aðgang að samfélaginu en séum þó ekki einu sinni með ókeypis íslenskukennslu fyrir þennan hóp. „Þetta er eitthvað sem maður myndi halda að væri einfalt að snúa við en hefur af einhverjum ástæðum ekki verið gert.“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí