Ragnar Þór hættir sem formaður VR

Verkalýðsmál 16. sep 2022

Ragnar Þór Ingólfsson segist ekki ætla að bjóða sig fram til formanns í VR eftir áramótin ef hann nær kjöri sem forseti Alþýðusambandsins á þingi sambandsins í október.

„Ég ætlaði aldrei að vera formaður lengur en átta ár,“ sagði Ragnar í Helgi-spjalli Rauða borðsins. „Ég vildi að þetta yrði regla hjá VR, að formenn sætu ekki lengur en átta ár. Svo ég hefði aldrei setið lengur en í tvö ár í viðbót.“

Ragnar sagðist ekki ætla að skipta sér af því hver tæki við. Það hvarflaði ekki að honum að hlustast til um hver eftirmaðurinn verður. „Það er margt fólk í stjórninni sem er hæft til að vera formaður og örugglega margir utan stjórnar.“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí