Rødt vill setja þak á rafmagnsverð í Noregi

Orkukreppan 20. sep 2022

Heitar umræður voru í norska stórþinginu í gær vegna orkukreppunnar sem hefur stóraukið útgjöld heimila í suðurhluta landsins og keyrt mörg fyrirtæki í taprekstur. Bjørnar Moxnes, formaður Rautt, lagði til í umræðunum að þak yrði sett á rafmagnsverð, 35 aura á kílówattstund, sem er nærri því sem var áður en orkuverð í Evrópu rauk upp.

Hækkun orkuverðs á meginlandinu vegna stríðsins í Úkraínu og lokunar á gassölu Rússa til Evrópu hefur sprengt upp verð á raforku í suðurhluta Noregs þótt þar sé ekkert gas notað til framleiðslunnar, aðeins fallvötn. Ástæðan er orkumarkaður Evrópusambandsins, þar sem hækkun gengur yfir allan markaðinn. Verð ræðst af síðasta tilboðinu sem kemur inn á markaðinn. Raforkusali í Noregi fær þá verð sem er margfalt á við það sem hann bauðst til að selja á og margfalt á við framleiðslukostnað, sem ekkert hefur hækkað.

Umræðurnar á þinginu snerust um hvort Norðmenn ættu að ganga út úr þessum markaði og njóta þess að búa við ódýra og örugga orku. Rautt og Framfaraflokkurinn lögðu báðir til að sett yrði þak á raforkuverðið. Rautt lagði til 0,35 norska aura (4,80 kr. íslenskar) en Framfaraflokkurinn 0,50 norska aura (6,86 kr. íslenskar). Í gær fór kílówattstundin í 4,68 krónur norskar (64,19 krónur íslenskar) yfir kvöldmatartímann í suðurhluta Noregs. Verðið sveiflast ekki bara milli daga heldur innan dagsins, er hæst þegar fólk er að elda kvöldmat en lægst yfir blánóttina.

Ríkisstjórn Verkamannaflokksins, Hægri flokkurinn og flokkarnir á miðjunni vilja hins vegar halda í orkustefnu Evrópusambandsins, hleypa hækkunum í gegn en styrkja fyrirtæki og fjölskyldur til að tóra í gegnum orkukreppuna. Talið er að nýkynntar aðgerðir kosti um 605 milljarða íslenskra króna.

Við ræddum við Eyjólf Ármannsson, þingmann Flokks fólksins og einn af stofnendum Orkunnar okkar, um norsku orkukreppuna en Eyjólfur hefur búið í Noregi frá 2011 og þekkir vel til þessara mála. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí