Baráttufólk kom saman fyrir utan breska þingið í Westminster í dag til mótmæla orkuverði og því að fólk hefur látist vegna búsetu á köldum heimilum. Samkvæmt opinberum gögnum hefur dauðsföllum sem rekja má til þessa fjölgað um 13.500 manns miðað við meðaltal undangenginna ára.
Hagstofa Stór-Bretlands segir umframdauðsföllum síðasta vetur hafi að þriðjungi verið vegna kulda og raka á heimilum.
Mótmælin, sem skipulögð voru af mörgum félagasamtökum sem berjast gegn fátækt, hófst með mínútu þögn um miðjan dag, til minningar um þá sem höfðu látist. Svartklæddir burðarmenn gengu síðan hægt með kistu með nýjustu tölu um umframdauða og dauðsföll að Downingstrætis til að afhenda Rishi Sunak forsætisráðherra bréf, þar sem krafist er eftir tafarlausum aðgerðum til að binda enda á „þessa árlegu þjóðar skömm“.
Leiðtogar mótmælanna fengu þingmenn til ávarpa mótmælendur, meðal annars John McDonnell, fjármálaráðherra í skuggaráðuneyti Jeromy Corbyn.
Mótmælendur kölluðu eftir því að í stað núverandi orkuverðskerfi yrði lagt niður og nýtt tekið upp sem tryggði orku fyrir alla. Lögð hefur verið fram áætlun um að orka sem dugar til að mæta nauðsynjum eins og hitun og eldun sé ókeypis. Kerfið yrði fjármagnað með vindorkusköttum, hærri tollum á óhóflega orku, lúxusorkunotkun og afnámi niðurgreiðslu á jarðefnaeldsneyti.
„Orka fyrir alla er tillaga um kerfi sem virkar fyrir fólk og plánetuna, ekki þá sem græða eða menga“, segir Stuart Bretherton, meðlimur samtakanna Fuel Poverty Action sem kalla mætti Viðbragð gegn orkufátækt upp á íslensku. „Andstæðan við þetta plan er barátta gegn fólki. Það er brotist inn hjá fólki eða að það sé slökkt á snjallmælum með fjarstýringu fyrirvaralaust, til að koma í veg fyrir að það geti hitað húsnæði sitt í vetur.“
„Enginn ætti að deyja úr kveftengdum veikindum hér á landi,“ segir Jan Shortt, framkvæmdastjóri NPC, landssamtaka aldraðra. „En á meðan framfærslukostnaður ríkur upp í hæstu hæðir með hömlulausu orkuverði og niðurbroti heilbrigðiskerfis og félagslegrar umönnunar munum við sjá tugi þúsunda til viðbótar deyja ef ekki er gripið til aðgerða. Það er kominn tími til að stjórnvöld endi þessi hryllilegu árlegu ótímabæru dauðsföll hjá okkar viðkvæmustu og elstu hópum“