Hvenær er nóg nóg?

Þessi frétt er ekki um stríðskonu auðvaldsins, Svanhildi Hólm, og andóf hennar gegn launahækkunum hjúkrunarfræðinga. Nei, þessi frétt er um hreyfingu í Bretlandi sem heitir Enough is Enough.

Bresk hreyfing sem heitir Enough is Enough berst fyrir lífskjörum fólks. Hún er stofnuð af verkalýðsfélögum og félagasamtökum sem eru búin að fá nóg á að sjá fólk þjást af háum framfærslukostnaði, lélegu húsnæðiskerfi og sárafátækt. Hún hefur tekið þátt í mótmælafundum og skipulagt upplýsingaherferðir til að krefjast breytinga frá ríkisstjórninni. Hún vill einnig efla samstöðu og samheldni milli fólks sem er að glíma við sömu vandamál.

Þessi hreyfing setur fram kröfur sínar sem fimm einföld markmið til að takast á við lífskjarakrísuna.

  • Kaupmáttar varðar launahækkun.
  • Lækkun orkureikninga.
  • Binda enda á matarfátækt (sárafátækt).
  • Mannsæmandi heimili fyrir alla.
  • Skattleggja hin ríku.

Við Rauða borðið í gær boðaði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, svipaða hreyfingu. Hann ætlar ekki að bíða eftir stjórnvöldum. Það er fullreynt. Þau hafa hvorki vilja eða getu til að leysa íslensku lífskjarakrísuna. Hann segist vera langt kominn með skipulagningu og óskar eftir hugmyndum og liðsinni í verkið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí