Seðlabanki Íslands sá höggþyngsti

Peningamál 21. sep 2022

Seðlabankar heimsins hækka stýrivexti hver af öðrum. Markmið vaxtahækkana er að þyngja róður fyrirtækja og heimila sem veikir eftirspurn hagkerfisins og heldur þannig aftur af hækkunum á verðlagi. Og enginn seðlabankinn hefur hækkað vexti jafnt mikið og Seðlabanki Íslands. 

Alþjóðabankinn telur miklar líkur á að ætlunarverk seðlabanka sé að takast og að kreppa sé í aðsigi. Í nýútkominni skýrslu þeirra er talað um „samræmdasta kafla efnahagsþrenginga síðustu fimm áratuga“. 

Hvergi eru þó vaxtahækkanir eins snarpar og miklar og hér á landi. Ábyrgðin hvílir á peningastefnunefnd en hún hefur sjálfstæði til að þrengja að efnahagslífinu, vinnumarkaði og kjörum fólks. Stýrivextir voru lækkaðir úr 4,5% í 0,75% á rúmu ári frá lífskjarasamningum inn í cóvid.

Hér má sjá hækkun á stýrvöxtum í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Íslandi og Evrópusambandinu. Bláa súlar eru vextirnir fyrir ári og sú rauða vextirnir í dag.

Hagfræðingurinn Stephanie Kelton, höfundur bókarinnar Deficit Myth, telur að þessi viðbrögð seðlabankanna séu óábyrgar þar sem stýrivaxtahækkanir hafi fyrst og fremst áhrif á eftirspurnarhlið hagkerfisins. Telur hún að þær aðstæður sem nú ríkja í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsins í Úkraínu séu fyrst og fremst kæling framboðshliðarinnar þar sem þurfi sértækari aðgerðir en vaxtabreytingar. 

Athygli hefur verið vakin á því að á Íslandi sé verðlag með því lægsta í Evrópu ef húsnæði er undanskilið. Þar hefur orkuverð spilað stórt hlutverk, en það hefur haldist mun lægra og stöðugra en í Evrópu. Undirliðir verðbólgunnar á Íslandi eru því nokkuð frábrugðnir þó að verðbólgumælingar séu í og við tveggja stafa tölu eins og víðast hvar annars staðar. 

Samkvæmt nýútkomnum mælingum lækkaði húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu 0,4% á milli mánaða, sú fyrsta og eina í meira en tvö ár. Óvíst er hvort það sé merki um að verðbólgan hafi náð hátindinum að sinni.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí