Stjórnvöld sviku loforð um leigubremsu

Húsnæðismál 14. sep 2022

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, lýsti því við Rauða borðið í kvöld hvernig stjórnvöld höfðu kæft leigubremsu vegna andstöðu húseigenda þrátt fyrir loforð um að setja á leigubremsu í tengslum við lífskjarasamninginn 2019.

Ný könnun Maskínu fyrir Samtök leigjenda sýnir afgerandi stuðning almennings við leigubremsu og líka leiguþak. 72% landsmanna styðja leigubremsu og 71% leiguþak, eins og fram kemur í þessari frétt: Mikill meirihluti vill leigubremsu og leiguþak

Guðmundur rakti andstöðu stjórnvalda og þeirra hagsmunasamtaka sem stjórna afstöðu ríkisstjórnarinnar. Andstaðan byggðist fyrst og fremst á kenningum um að leigubremsa og leiguþak myndi fækka íbúðum á leigumarkaði, en raunin væri ekki sú í þeim fjölda landa þar sem þessum aðgerðum er beitt. Ef skaði væri af leiguþaki og leigubremsu væri þeim ekki beitt í jafn miklu mæli í raun er á. Í sumar settu dönsk stjórnvöld bremsu upp á 4% hækkun húsaleigu í tvö ár á sama tíma o verðbólgan væri að slá í 8-9%.

Í vor skilaði átakshópur þjóðhagsráðs af sér skýrslu um húsnæðismarkaðinn og þar með leigumarkaðinn. Þar var fullyrt að óþarfi væri að setja á leigubremsu, nokkuð sem Guðmundur segir að hafi komið leigjendum gríðarlega á óvart. Tug þúsundir fjölskyldna líða fyrir okur á leigumarkaði og fá engan stuðning frá stjórnvöldum, sem taka ætíð upp óskir leigusala.

Í lok samtalsins var brugðið upp mynd af afstöðu fylgjenda stjórnmálaflokkanna við leiguþak. Á þeirri mynd sést ólík afstaða, en samt er það svo að meirihluti fylgjenda allra flokka styðja leiguþak.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí