Ofsagróði af snúningi á byggingalóðum

Svo er nú komið í húsnæðismálunum og lóðaskortinum að heill atvinnuvegur hefur skapast við það eitt að sitja við skrifborð og taka snúning á byggingarlóðum.

Þetta segir Andri Snær Magnason, rithöfundur og fyrrum forsetaframbjóðandi.

Þeir sem taka snúninginn geta innleyst eins og hundrað árslaun sem annars hefðu getað breyst í meiri gæði, betri garða, loft á reit eða skapað lægra verð á íbúð að sögn Andra Snæs. Þetta kemur fram í umræðu á facebook.

Andri vitnar til fréttar Viðskiptablaðsins þar sem segir frá því að fjárfestingarfélagið Íslenskar fasteignir hafi átt Orku­reit í mánuð og hagnast um 1,3 milljarða við sölu.

Nýr eigandi hyggst byggja allt að 436 íbúðir á reitnum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí