„Nú skal ég útskýra fyrir Steinunni af hverju það er stöðvun á íbúðauppbyggingu núna, í raunhagkerfinu. Það er út af þessum háu vöxtum. Fólk þurfti kannski að eiga sjö milljónir og svo tíu milljónir í viðbót frá pabba og mömmu. Þá áttirðu 17 milljónir til að kaupa, ef þú ert að flytja að heiman. En núna, út af þessum rosalega háu vöxtum, sem hafa verið rosalega lengi og byggingarverktakinn þarf að borga yfirdráttarlánsvexti á meðan, þá þarf hann að hækka íbúðina um sjö milljónir í viðbót og þá er bara enginn sem kaupir það.“
Þetta sagði Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóri vikuritsins Vísbendingar, við Rauða borðið í nýjum þætti sem sýndur verður í kvöld. Líkt og vanalega fór Ásgeir Brynjar yfir víðan völl enda af nógu að taka þegar efnahagsmál okkar samtíma er að ræða. Þar á meðal þá staðreynd að íbúðauppbyggingu á Íslandi liggur einfaldlega niðri og það í miðri húsnæðiskrísu. Það er ekki furða að margir klóri sér í hausnum yfir því en Ásgeir Brynjar reyndi að útskýra hverju það veldur.
„Byggingarverktakinn er búinn að selja þeim sem gátu fengið fyrirframgreiddan arf. Það eru búnir að fara 50 milljarðar í fyrirframgreiddan arf, helmingurinn var frá ríkustu 10 til 20 prósentunum. Hinn helmingurinn var fyrir hin 80 til 90 prósentin. En þetta getur þú ekkert gert aftur og aftur. Fólk er búið að láta börnin sín fá þetta sem þau náðu að fá þegar þau seldu raðhúsið og fluttu í elliblokkina. Við erum komin í enn meiri skort á húsnæði, enn meira stopp á framkvæmdum.“
Líkt og fyrr segir má hluta eða horfa á viðtalið við Ásgeir Brynjar í heild sinni síðar í kvöld